Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 35

Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 97 átt þess kost að sjá silfurberg, og fegurð lögunar þess og gagnsæi efnis þess liafa glatt augu okkar. Við höfum haft ánægju af að leggja það á borðið fyrir framan okkur og sjá, hvernig hlutirnir sjást tvöfaldir, þegar horft er í gegnum það. Þessi atriði, sem oss flestum virðast vera til augnagamans eins, liafa orðið öðrum rannsóknarefni og til- efni til rækilegra íhugana um eðli silfurbergsins og verkanir þess á 1 jósgeisla. Okkur íslendingum ætti öðrum fremur að vera nokkur forvitni á að kynnast hinum fyrstu athugunum og rannsóknum, sem gerðar voru á silfurberginu, og þýðingu þeirra sanninda, er menn hafa þar komizt að. Silfurbergið hefir borið nafn Islands víða um heim, því að svo má telja, að eini fundarstaður Jjcss á jörðinni sé hér á landi. Farmenn og sjófarendur, er til landsins komu, tóku gjarnan með sér silfurbergs- kristalla héðan, ef þeir áttu þess kost, til minningar um komu sína hingað. Hinir óvenjustóru og tværu skáteningslaga kristallar þess vöktu snemma athygli og undrun fræðimanna. Hollendingurinn Christian Huygens (1629—95) varð fyrstur manna til þess að hefja vísindalegar rannsóknir á eiginleikum silfurbergsins, og tókst honum að finna lögmál þau, sem hið tviifalda brot ljóssins í því lýtur, þótt honum tækist að vísu ekki að finna orsök þess, enda gat ekki verið þess að vænta, eins og á stóð með þekkingu manna á þeim tímum. Varla gat silfurberginu hlotnazt meiri sómi en sá, að það skyldi vera Huygens, sem fyrstur rannsakaði J)að. Huygens I>er að telja í flokki hinna fremstu eðlisfræðinga allra alda, og er hann meðal annars höfundur að hinni svonefndu ljósbylgjukenningu (1677), en skv. henni er Ijósið bylgjufyrirbrigði. Áður en Huygens kom fram með sína kenningu, hafði svonefnd útgeislunarkenning verið ríkjandi, ogvarð Isaac Newton (1643—1727) aðalstuðningsmaður hennar. Tel- ur sú kenning, að ljósið sé örsmáar efnisagnir, er fljúgi með miklum liraða frá ljósgjafanum. Deilan um þessar tvær kenningar stóð í tæp 200 ár og lauk með Jrví, að kenning Huygens varð ofan á (1802), er Thomas Young gat fært sönnur á bylgjueðli ljóssins. Raunar má segja, að með kvantakenningu Plancks (1900) liafi sættir komizt ;í milli kenninganna þannig, að þær standa nú hvor við annarrar hlið, sem jafnréttháar kenningar, en það þýðir, að ljósið geti sem sé birzt á tvenns konar hátt, sem bylgjuhreyfing eða sem smáagnir, allt eftir Jjví, hvernig tilraunafyrirkomulag er haft. Silfurbergið kemur Jdví við sögu rannsókna á eðli 1 jóssins, og hefir það lagt sinn skerf til aukins skilnings á eðli þess. Þá hefir það orðið nytsamlegt og nauðsynlegt efni í sambandi við smíði ýmissa ljósfræði- 7

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.