Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 40

Náttúrufræðingurinn - 1945, Side 40
102 NÁTTÚRUFRÆÐINGURlNN legur, og öfugt, sá óreglulegi orðið reglulegur. Með aðalsniði er átt við flöt, er fellur saman við eða er sainsíða ási kristallsins, t. d. liggur og öfugt, sá óreglulegi orðið reglulegur. Með aðalsniði er átt við flöt, sem fellur saman við, eða er samsíða \ ið ás kristallsins, t. d. liggur samsíðungurinn OSTR á I. mynd í þeim lieti. „í öllum öðrum stell- ingum kristallanna en þessum tveim, seg ég liér liefi nefnt (þ. e. stell- ingin, sem aðalsnðiin eru samsíða í, og liin, þegar þau eru hornrétt ;í Iivort annað), klofnar hvor geislanna, DG og CE í nýja tvo geisla, þannig að þegar þeir koma i'it úr neðri kristallinum, eru þeir orðnir fjórir, og eru þeir stundum jafnbjartir allir, en stundum mjög mis- munandi bjartir, og fer það eftir þeim stellingum, sem kristallarnir eru hafðir í, miðað við hvorn annan; þó virðast þeir allir fjórir til samans aldrei ljósmeiri en upphaflegi geislinn AB einn.“ „Hafi maður hugfast, að geislarnir CE og DG eru alltaf þeir sömu, en að það er undir stellingum neðri kristallsins kornið, hvort þeir klofna í tvennt eða ekki, og eins það, að geislinn AB klofnar alltaf, þá virðist margt benda til þess, að Ijósöldurnar verði fyrir breyting- um við það að fara í gegnum l'yrri kristallinn þannig, að þær í vissum stellinum kristallsins geta ýmist hrært af stað báðar efnategundir þær, sem standa að hinum tveim ljósbrotstegundum, ellegar þær geta í öðrum stellingum síðari kristallsins aðeins hrært aðra tegundina. En hingað til hefir mér ekki verði unnt að finna neina viðunandi skýringu á því, hvernig þetta rnegi verða.“ Þannig lýkur Huygens máli sínu um vanda þann, sem liann var lentur í, og er auðsætt, að hann hefir átt úr mjög vöndu að ráða, enda hlaut svo að vera út frá þeim hugmyndum, sem Huygens gerði sér um Ijósöldurnar og „efni“ það, sem þær hrærðust í. Leið nú langur tími, 02 enginn treystist til að leysa gátu silfurbergs- ins. Það var ekki fyrr en árið 1808, að Frakkinn Malus af tilviljun tók eftir því, er hann var að horfa í gegnum silfurbergsmola á endurskin kvöld- sólarinnar í hallargluggum Luxem- burghallarinnar í Parísarborg, að myndirnar voru misbjartar. Þegar hann sneri silfurberginu í hönd sér, 5. raynd: óreglúlegur ljósgeisli í silfur-sá liann, að myndirnar breyttust að bergi (sporöskjuflataralda). 1 jósstyrkleik. Þetta var það sama og

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.