Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1945, Qupperneq 49

Náttúrufræðingurinn - 1945, Qupperneq 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 111 dýrunum þá m. a. gefið ögn af fiskmjöli, og hallast menn helzt að því, að það sé orsökin, því að dæmi eru til þess hér nyrðra, að kýr — sem þennan sama vetur voru fóðraðar m. ö. á fiskmjöli — létu fangi. Nú er kominn fjórði vetur þessara systra, og nú verður enn reynt til að láta þær fá, og þá um leið kostað kapps um að hafa fóður þeirra sem bezt, og yfirleytt gætt þess að bægja frá þeim öllu því, er hugsanlegt er að valdið geti neikvæðum niðurstöðum. Þegar blendingar þessir voru teknir úr greninu, náðust þau „Surt- ur“ og ,,Móra“ fyrst og reyndist auðvelt að ná þeim. En „Gul“ litla liafði erft varúð eða vil móður sinnar til að forðast manninn og allt sem hans er, því reyndist hún lang-örðugust viðfangs. Þó varð hungrið að lokum yfirsterkara en nærfærnin, og því kom hún á vald mannsins sem hin systkini hennar. — Voru svo hvolpar þessir eins og almennt gerist um stálpaða refayrðlinga nýtekna á grenjum, hræddir við manninn í fyrstu. En þeim var frá því fyrsta veitt gott atlæti af manninum, bæði hvað matarhæfi og aðbúð snerti, og þá brá nú svo undarlega við, að einmitt „Gul“, sem var þó að eðlisfari styggari en hin dýrin — varð langfljótust þeirra að spekjast og átta sig til fulls á því, að maðurinn var ekki sent verstur í viðkynningu, og leið því eigi á löngu, áður en fór að bera á því, að hún fagnaði komu mannanna á sinn hátt, og lét þann fögnuð óspart í ljósi, svipurinn breyttist allur og hún varð ásýndum eins og frændur liennar — hundarnir — er þeir eru sem vinalegastir við manninn. í fallegu, greindarlegu augunum hennar var þá oft að sjá vinalegt bros og traust, og allt atferli bennar var þá þannig vaxið, að verulega gaman var að. Hún varð alls óhrædd við manninn og lofaði honum, án þess að reyna að verjast, að taka sig Er hún víst sama sinnis enn, þótt nú beri minna á vinalátum hennar, enda er hún nú ráðin og reynd að árum — á reflegan mælikvarða. Þegar blendingar þessir fóru að þroskast meira, og höfðu náð sér alveg el'tir viðbrigðin og móðurmissinn, urðu þeir áberandi fjörugir, fjörugri en jafnaldrar þeirra af hreinn kyni. Stundum voru þeir ;i ferð og flugi um búrið sitt, langan tíma á hverjum degi, einkum þeg- ar veður var þurrt, kalt og bjart yfir. Það var eins og þau ættu í fór- um sínum ríkan skerf af æskufjöri, lífsgleði og lífsþrótti, sem yrði að brjótast út í athöfnum, og innan veggja fangelsisins gat þetta aðeins komið fram í leik dýranna. Og í leiknum voru allar hreyfingar þeirra eðlilegar, fjaðurmagnaðar, samstilltar og þó kraftmiklar, stökkin stundum svo hnitmiðuð, að þau hófust og þeim lauk á sömu stöðum í búrinu. Eg horfði oft á þau álengdar og hafði alltaf ánægju af. Margir voru og eru enn þeirrar skoðunar, að blendingar þessir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.