Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 4

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 4
146 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Meir en tvær aldir liðu, snillingarnir fundu ný og þýðingarmeiri náttúrulögmál. En þeir fengust við vísindi til andlegrar uppbygg- ingar og guði til dýrðar. Það var hann, sem hafði samið lögin, manns- ins var að nema þau og skilja. Og svo vel gekk nárnið, að það varð fulikomið undrunarefni. Maðurinn skildi jafnvel og skýrði gang himintungla, liann gat reiknað stað liverrar reikistjörnu þúsundir ára fram í tímann, fann nýja hnetti með reikningslist einni saman og ótal margt fleira. Maðurinn var vissulega skilningsgóð vera. En að hann notaði þekkingu sína í hagnýtu augnamiði eða fyndi máttinn svella í brjósti sér til hólmgöngu við náttúruöflin — slíkt gat ekki hent. Nítjánda öldin kemur loks auga á nytsemi vísindanna, og steinn- inn fellur, sem kemur tækniskriðunni af stað. Menn gerast brátt djarfari í beitingu tækninnar. Það gat ekki verið á móti guðs vilja að beita vísdómslögum Iians mannkyninu til farsældar. Eftir nútíma- skilningi mun það einmitt vera tilætlun hans. Okkur nútímamönnum er gjarnt að sjá fyrst og fremst nytsemi náttúruvísindanna. Það eru þau, sem hafa fært okkur gufuvélar, gufuskip, járnbrautir, bíla, flugvélar og útvarp. Allur iðnaður nú- tímans er ávöxtur þeirra, og aðrir atvinnuvegir livíla að meira eða minna leyti á nútímatækni — eða í sem stytztu máli: án tækninnar mundi meiri hluti mannkynsins verða hungurmorða, svo að sleppt sé hégóma eins og menningunni. — Við erum talsvert lueyknir af tækninni og sumir þó andvígir henni, En það er aukaatriði. Hún er blátt áfram lífsnauðsyn og verður stunduð og efld, meðan mann- kynið vili lifa. Og svo er það atriðið, sem ef til vill ræður mestu um þessa fram- vindu: Tæknin og mannfjöldi á jörðinni knýr livort annað áfram. Bætt lífsskilyrði leiða af sér mannfjölgun, sem svo aftur krefst meiri tækni til sæmilegrar afkomu. Hvar þessi þróun endar, getur enginn sagt, Svo Langt fram í tím- ann sér enginn, að hann geti spáð endalokum og hruni mannkyns- ins af þessum sökum. Þess vegna voru margir þeir, sem mest liugs- uðu um framtíð tækninnar, eins og H. G. Wells, bjartsýnir. Þeir sáu í hillingum milljón ár inn í glæsilega framtíð mannkynsins. Hjá því getur ekki farið, að sigrar tækni og vísinda hafi aukið máttarkennd manna. Menn treystu á mátt mannsandans til þess að vinna bug á erfiðleikum. Er þessi máttarkennd hné í þá átt, að menn treystu sér til að sækja auð í nægtabrunn náttúrunnar í fyllsta sam-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.