Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 8

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 8
150 NÁ'fTÚR UI' RÆi) INGURINN Það vinnur ekki við það vegna þess, að það færinn klettinn ekki ú'r stað. Hins vegar tapar það lireyfiorkunni við stöðvunina, og hefur hún breytzt í liita. Hiti getur framleitt gufu, sem láta má vinna, og þannig koll af kolli. Orkan glatast ekki, en breytir um form. Hún verður ekki heldur sköpuð úr engu. Eitt orkuformið enn eru raf- öldur, eins og Ijós, röntgengeislar og útvarpsbylgjur. Sem raföldur berst. okkur orkan frá sólinni. Eitt dæmi um vinnu úr rafmagnslræðinni verð ég nú að tala um dálitlu ýtarlegar vegna þess, að það gengur eins og rauður þráður gegnum allt, sem á eftir fer. Ef tvær kúlur eru hlaðnar samkynja rafmagni, báðar pósitífar eða báðar negatífar, lirinda þær hvor annarri frá sér. Sé önnur pósitíft hlaðin og hin negatíft, er afdráttarafl á milli þeirra. Kraftarnir eru þeim mun meiri sem lileðslan er Jiærri á kúlunum, rafmagnið meira, og þeir eru þeim mun minni sem fjarlægðin er meiri. Eða nákvæmar sagt, þeir minnka í öfugu hlutfalli við annað veldi fjarlægðarinnar (Coulombs lögmál). Það þýðir: Við tvölöldun fjarlægðarinnar minnkar krafturinn niður í l/4; við þreföldun liennar niður í 1 á móti 3-3, þ. e. %. Við þúsundiöldun fjarlægðarinnar er krafturinn orðinn einn milJjónasti. Og loks skulum við taka eitt dæmi enn: Við milljónföldun fjarlægðarinnar verður krafturinn einn á móti mill- jón sinnum milljón, þ. e. einn billjónasti, og þessi tala kemur síðar við sögu. Nú skulum við liugsa okkur tvær kúlur, sem toga þannig livor í aðra. Þær eru fyrst í vissri fjarlægð Jivor frá annarri, en nú flytjum við aðra dálítið fjær liinni. Til þess þarf vissan kraft, en sá kraftur margfaldaður með vegaJengdinni, sem við færum um, er vinnan, sem fór í verkið. Þessa vinnu má aftur fá fram með því að láta kúlurnar nálgast livora aðra. Þetta samsvarar því nákvæmlega, að við lyftum hlut. Vinnan, sem til Jiess fer, fæst aftur, ef hluturinn fellur. Og nú er loks í Jiað að ráðast að færa aðra kúJuna í órafjarlægð frá liinni. Vinnan, sem til þarf, verður ekki að sama skapi meiri sem fjarlægðin eykst — af þeirri ástæðu, að krafturinn minnkar mjög mikið með fjarlægðinni, eins og áður er sagt. Reikningar sýna, að til ]>ess að stækka lulið milli kúJnanna úr einliverri ákveðinni stærð upp í óendanlegt, ]). e. að slíta kúlurnar alveg livora frá annarri, þarf alveg til tekið vinnumagn eða orku. Á sama liátt vinnst ákveðin orka, ef kúlurnar tengjast.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.