Náttúrufræðingurinn - 1947, Síða 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
153
gjöfum fyrir dýr, sem nærast á þeim. En það er mál, sem liggur utan
við ramma þessarar greinar.
Um allar aðrar hinna fjölmörgu efnabreytinga, sem efnafræðin
greinir Irá, er yfirleitt sömu söguna að segja: Sti orka, sem vinnst
við eitt stig efnabreytinganna, hefur verið lögð fram á öðru stigi
þeirra, og þær verða ekki notaðar sem orkugjafar, að minnsta kosti
ekki í stærri stíl.
Við segjum nú skilið við efnafræði og efnafræðilega eða kemíska
orku, en síðar mun ég bera hana saman við kjarnorkuna. Nú er
komið að atómunum sjálfum. Við öll efnasambönd kemur atórnið
fyrst og frenist fram sem órofa heild, og má því kveða svo að orði, að
efnafræðingar þurfi á engan hátt að láta sig það máli skipta, hvort
atómin séu samsett eða eigi. Rannsókn á atómunum sjálfum er talin
til eðlisfræði, og sú grein kennir, að atómin séu raunar margsamsett
og flókin að byggingu.
í upphafi máls míns benti ég á, að enga mynd væri raunar hægt að
gera af atóminu, ef ströngustu rökum væri beitt. Á liinn bóginn
kemur kjarni málsins þó fram í atómmynd Bohrs, og er hún jafnan
látin nægja, þegar ekki er um því lærðari framsetningu á efninu að
ræða. Henni fylgi ég því í aðalatriðum, svo langt sem hún nær, en
annars er óþarft að lýsa henni nema lauslega. Atómið er þá myndað
úr litlum kjarna, sem er pósitíft hlaðinn, og smáögnum út frá hon-
um, sem eru negatíft hlaðnar og kallaðar elektrónur. Kjarnarnir eru
mismikið ldaðnir og hafa um sig mismargar elektrónur, og stenzt
það jafnan á, að hleðsla kjarnans er jöfn samanlagðri hleðslu
elektrónanna. '
Nú gilda hér flóknustu lögmál, sem segja til unt það, að elektrón-
urnar geti aðeins verið á vissum stöðum, en ekki öðrum eða þær gæti
aðeins haldið sig á vissum hringbrautum kringum kjarnann, ef þær
eru óáreittar. Hins vegar geta þær flutzt til milli brautanna. bað
er þá ljóst, að flytjist elektróna Ijær kjarnanum, þarf til þess orku.
Orka kemur hins vegar fram, ef elektrónan færir sig nær, og hún
kemur annaðhvort fram sem ljós eða röntgengeislar eða aðrir geislar
sama eðlis (rafsegulgeislar). Þessa ytri hluta atómsins, sem elektrón-
urnar ríkja í, látum við okkur litlu skipta. En eitt viljum við þó fá
að vita: Er hægt að nota þessa elektrónuflutninga sem raunverulega
orkugjafa? Því er til að svara, að ef náttúran geymdi einhvers staðar
handa okkur efni, þar sent eittlivað vantaði af elektrónum eða þær
væru óeðlilega langt frá kjamanum, gætum við fengið fram ntikla