Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 12
154 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN orku með því að liella elektrónum á atómið eða láta þær flytja sig nær kjarnanum. En slíku er ekki til að dreifa, nema efnið væri sótt til sólarinnar eða inn í glóandi jörðina, og því snúum við okkur beint að kjörnunum í ieit að orkugjafa. Kjarnar frumefnanna flestra eru margsamsettir. Þeir eru í aðal- atriðum gerðir úr tvenns konar ögnum, prótónum, sem eru hlaðnar pósitífu rafmagni, og nevtrónum, sent eru óhlaðnar. Þó er léttasti kjarninn, vetniskjarninn, gerður úr aðeins einni prótónu. Þá er svo- kallað þungt vetni með prótónu og nevtrónu. Emr er til vetni með einni prótónu og 2 nevtrónum og helíum með tveimur prótónum og einni nevtrónu, báðir jafnþungir, þar eð prótónur og nevtrónur eru jafnþungar. Þessu næst kemur venjulegt lielíum með tveimur prótónum og tveimur nevtrónum. Og svo koma öll hin frumefnin í röð þannig, að prótónufjöldinn í hverjum kjarna er sama tala og númer efnisins í röðinni. Hins vegar getur nevtrónufjöldinn verið mismunandi fyrir sama efni. Þannig hefur 80. efnið í röðinni, sent er kvikasilfur, 80 prótónur, en 7 mismunandi nevtrónutölur. Þessar 7 tegundir kvikasilfurs reynast allar nákvæmlega eins við efnatenging- ar, þ. e. mólekúlmyndanir, og verða þær ekki aðgreindar. En við kjarnarannsóknir greinast þær í sundur. Af tini hafa á sama hátt fundizt tíu gerðir (ísótóp), af súrefni þrjár, og þannig er það með mikinn fjölda frumefnanna. Það er misjafn nevtrónufjöldi, sem þessu veldur og gerir kjarna eins og sama frumefnis mismunandi að gerð. Síðasta efnið í röðinni, nr. 92, er — eða réttar sagt var — úraníum með 92 prótónum. Af því eru þrjár gerðir og kemur ein þeirra við sögu kjarnorkusprengnanna. Prótónufjöldinn í kjarnanum er jiað, sem ákveður efnið lyrst og fremst. Allir efnafræðilegir eiginleikar laga sig eftir honum. Við sjáum þá, hvað gera Jryrfti til |>ess að lneyta einu frumefni í annað: Breyta prótónufjöldanum í kjarnanum. Gullkjarninn hefur t. d. 79 prótónur en kvikasilfrið 80, eins og áður var sagt. Við gætum þá breytt kvikasilfri í gull með því að taka eina prótónu úr kjarn- anum. Þetta lítur ekki sem verst út á pappírnum. En ætli það sé ekki erfið- ara í framkvæmdinni Ætli það sé yfirleitt nokkur leið að breyta kjörn- unum? Það er ekki neitt vafamál lengur, að þetta er hægt. Eðlisfræð- ingar liafa fengizt við það síðan 1919. Þá var það, að eðlisfræðingur- inn Rutherford beindi hraðfleygum helíumkjörnum, sem auðvelt er að afla sér, á köfnunarefni. Það efni hefur 7 prótónur í kjarnan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.