Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1947, Qupperneq 13

Náttúrufræðingurinn - 1947, Qupperneq 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 155 um. Einstaka skeyti hitti kjarna svo laglega, að úr varð nýr kjarni með 8 prótónum, en það er súrefniskjarni. Hann iiafði þannig breytt köfnunarefnisatómi í súrefnisatóm. Síðan hafa eðlisfræðingar gert mesta fjölda svipaðra tilrauna, og J)eir hafa með svona lagaðri skotliríð getað breytt fjölda atómkjarna, ýmist getað brotið úr þeim eða hætt við þá. Þannig hafa þeir leikið sér að því að breyta einu frumefninu í annað, t. d. kvikasilfri í gull, eða búa til ýmsar gerðir sama frumefnis með því að breyta nevtrónu- fjöldanum. Hvers vegna kemur þá ekki allt gullið á markaðinn, og iivers- vegna heyra menn svo lítið um þessa stórkostlegu byltingu? Um fyrra atriðið er ]>að að segja, að Jressar frumefnabreytingar hefur ekki tekizt að láta fara fram nema í örsmáum stíl. Það er nefni- lega ekki hægt að miða hverju skoti ;i neinn sérstakan kjarna, lieldur er um eins konar haglabyssu að ræða, sem skýtur nokkrum milljón- um hagla, og verður að láta Jjað ráðast hvort eitthvert þeirra hittir mark, ogað meðaltali er Jrað aðeins eitt af hverjum 50—100 þús. högi- um, sem hittir kjarna svo vel, að breyting verði af. Er þannig hægt að breyta aðeins einu og einu kvikasilfursatómi í gullatóm, og verður enginn ríkur á því. Auk þeirra frumefnabreytinga, sem nú hefur verið drepið á og eru af mannavöldum, eru aðrar, sem gerast sjálfkrafa. Allir þyngstu kjarnarnir í frumefnaröðinni, frá úraníum og niður að blýi, eru stöðugt að breytast, og gengur breytingin í aðalatriðum niður á við til færri prótóna. Þetta eru hin svokölluðu geislamögnuðu efni, og er radíum þeirra Jjekktast. Breytingar Jiessar ganga yfirleitt hægt, og að minnsta kosti getur ekki verið um verksmiðjurekstur á framleiðslu nýrra frumefna að ræða á þennan hátt. Mjög margs konar frumefnabreytingar í smáum stí 1 eru staðreynd. En livað er þá að segja um orkuna, sem ýmist hlýtur að tapast eða vinnast við slíkar breytingar? Eðlisfræðingar Iiafa verið að komast að þeirri niðurstöðu á sein- ustu árum, að samsetningu kjarnanna úr prótónum og nevtrónum svipi til byggingar mólekúla úr atómum. En eitt er þó gjörólíkt, og Jjað eru fjarlægðirnar. Atómkjarninn er að þvermáli aðeins einn 10 þúsundasti til einn 100 jmsundasti af atóminu, og fjarlægðir milli einstakra parta kjarn- anna geta Jrá upp og ofan orðið aðeins 1 milljónasti af tilsvarandi millibilum innan mólekúianna. Og þá segir lögmálið um kraftana,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.