Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 15

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 157 Jörðin er að minnsta kosti 1500 milljón ára gömul, og á þeim tíma hefur hún að mestu leyti tapað þeim liita, sem hún hafði upp- haflega, meðan hún var fljótandi og um það bil 4000 stiga heit. Hún mundi vera orðin allköld hið innra, ef engin orka hefði komið í staðinn. Nú er jörðin enn mjög heit, og vitað er, að sá hiti stafar að mestu frá radíum og öðrum geislamögnuðum efnum, sem í henni eru. Jörðin er þannig forðabúr, sem geyrnir í forrni hita mikið af þeirri orku, sem losnað hefur við kjarnabreytingar á liðnum ára- milljónum. í þetta forðabúr sækir hveravatnið hitann. Kjarnorkan, sem þannig er geymd, má heita ótakmörkuð að magni, en hún er á hinn bóginn aðeins í einstaka landi tiltæk og not hennar yfirleitt mjög takmörkuð. Frá fræðilegu sjónarmiði virðist þó ekkert á móti því, að hér gæti orðið um stórkostlega og hagkvæma orkuvinnslu að ræða, ef takast mætti í framtíðinni að ná orkunni beint frá liinum lieitari djúpu jarðlögum, fá t. d. 500 stiga heita gufu. Það væri enginn smávegis orkuliður, sem séð væri íyrir, ef öll upphitun liúsa og rekstur orkuvera í heiminum byggðist á slíkri gufuframleiðslu. En þetta verður ekki hægt í fyrirsjáanlegri framtíð, og áður en það tækist, hefðu menn sennilega fundið miklu beinni og hagkvæmari leið að kjarnorkunni. Ég vík þá aftur að beinni hagnýtingu kjarnorkunnar, og er þá fyrst að gera sér grein fyrir því, hvernig það má vera, að sum frum- efni séu óstöðug (geislamögnuð) og hafi tilhneigingu til að breytast og gefa frá sér orkti. Skýringin á því beinir okkur allar götur aftur til sköpunar heims- ins. Úraníunr er, eins og áður segir, efni sem stöðugt eyðist og breytist í önnur efni. Af ákveðnu magni af úraníum ézt helmingurinn upp á 4500 milljón árum, helmingunartímanum. Hvaða ályktun mætti draga af því, að liold væri á beinagxind, sem grafin væri úr jörð? Bersýnilega þá, að tínrinn væri tiltölulega stuttur síðan líkið var jarðsett. En á sanra lrátt sýnir tilvera liraníums, senr er „rotnandi" efni, að tíminn er tiltölulega ,,stuttur“ síðan það varð til, eða, senr væntanlega þýðir hið sanra, síðan efnisheimurinn varð til. Mjög nriklu lengri en helmingunartími úraníums getur aldur heinrsins ekki verið. Og nú hníga einmitt mörg stjarnfræðileg rök í þá átt, að aldur heinrsins sé ekki nreiri en tífaldur lrelmingunartími úraníums, þ. e. örfáir tugir áramiljarða.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.