Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 20
162 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Þeir virðast vera efri brúnin á basaltlagi, svipuðu því, sem liggur ofan á móberginu. Upp úr Markadal, sem er aðeins lítill hvammur, gengur grunn klauf í norðnorðaustur, og um hana rennnr lækjar- sytra úr mýri þar fyrir ofan. Hvort tveggja, klaufin og hvammurinn, er ut víkkuð misgengissprunga í berggrunninn. í ásnum austan liennar má rekja áfram móbergslagið og efra basaltlagið, en þar iiggja mót þeirra fáeinum metrum lægra en að vestan. Mestur hluti móbergsins í Langás er af frekar venjulegri gerð um þessar slóðir, að svo miklu leyti sem til þess sést fyrir jarðvegi og skriðu. Ber klöpp kemur helzt fram í efri hluta þess, en landslagið bendir eindregið til, að móbergið nái alla leið niður að basalthnjót- unum (I á rissinu) við niýrarjaðarinn og sé samkvæmt því urn 15 m þykkt. Efsti liluti móbergsins er að mestu leyti allhörð steypa úr vikri og gosösku, en neðar tekur við án glöggra takmarka smágervari sandsteinn og leirsteinn. Þessir smágervustu hlutar bergsins eru dekkstir að lit og hkjast nokkuð kolum á blettum. Á einum slíkum bletti — hinum stærsta og svartasta, sem er að finna án þess að ryðja jarðvegi ofan af — er brandurinn tekinn til heimilisnota á Bergs- stöðum. Móbergið — og þar með brandurinn — er þétt sett beinum sprungum. Þær eru örmjóar og gapa ekki, en eru fylltar og límdar aftur af hvítri kalkspatsskán. Um þær klofnar bergið eftir sléttum flötum, er það veðrast. Náman er í berum klappahalla í lækjarklaufinni upp af Markadal, fast vestan við misgengissprunguna, og aðstaða til vinnslu er þar hin hægasta. En brandurinn er harður, molnar smátt. og vinnst seint með járnkarli. Ætti þó að vera auðvelt að bora hann og sprengja. Að því, er sjá má á þeim stöðum, sem klöppin er ber, eykst brand- urinn og fer batnandi, eftir því sem neðar dregur. En einmitt neðsti hluti móbergsins er allur falinn undir jarðvegi. Þess vegna eru miklar líkur til, að fleiri blettir fyndust með nýtilegum og jafnvel betri brandi, ef rutt væri ofan af klöppinni neðar í brekkunni. Til þess mætti nota jarðýtu. Eins og fyrr var getið, hafa aldrei fyrr fundizt lífrænar leifar í föstu bergi í Árnessýslu. Þess vegna er þessi fundur liinn merkileg- asti frá sjónarmiði jarðfræðinga. Því aðeins hefur leirsteinninn á Bergsstöðum orðið brennanlegur, að hann hefur drukkið í sig lífræn, olíukennd efni. Leifar jurta (og dýra?) liafa safnazt saman á svipaðan hátt og enn myndast torf og mór í mýrum, fergzt undir gosösku, vikri og hraunflóðum og ummyndazt af hita og þrýstingi djúpt í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.