Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1947, Qupperneq 22

Náttúrufræðingurinn - 1947, Qupperneq 22
Áskell og Doris Löve: Þrjár nýfundnar jurtategundir I. Heiðavorblúm (Draba fladnizensis WULF.) á Norðurlandi Rannsóknir, sem gerðar voru á íslenzkum jurtum í erlendum söfnum árin 1943—45 í sambandi við undirbúning að útgáfu „ís- lenzkra jurta“, leiddu í ljós, að sænski grasafræðingurinn K. F. G. STRÖMFELDT bafði safnað jurtum á Vaðlaheiði móts við Eyja- fjarðarbotn 4. ágúst 1883 og tekið meðal annars nokkur vorblóm. A einni af örkum Iians, sem geymdar eru í Ríkissafninu í Stokk- hólmi, eru tólf eintök, er í fljótu bragði líkjast svo, að þau gætu tilheyrt sömu tegund, en við nánari athugun kemur í ijós nokkur munur á sumum þeirra. Hann hlýtur sjálfur að hafa tekið eftir þess- um mun, því að á miðanum stendur, að sum eintökin hkist töluvert Draba oorymbosa R. BR. Sú tegund er amerísk, og það er misskiln- ingur lijá Strömfeldt, sem hefur valdið því, að hann nefndi þessa tegund í sambandi við eintökin frá Vaðlaheiði. Nánari athuganir á eintökunum á þessari örk leiddu í ljós, að tíu þeirra eintaka, sem á henni eru, hljóta að teljast til móavorblómsins, Draba norvegica GUNN. En tvö eintökin, sem eftir voru, var ekki hægt að ákvarða með fullri vissu. Helzt leit Jró út fyrir, að Jrau væru fyllilega hárlaust tilbrigði af tegundinni Draba lactea ADAMS. Sú tegund vex víða í fjöllum í heimskautalöndum, og hárlaus tilbrigði af henni höfðu áður fundizt á Grænlandi. Af þessari ástæðu var [jessi tegund talin með í „íslenzkum jurtum", en þó dregið í efa að hún yxi hér. A ferð okkar unr Norðurland í ágústmánuði 1947 stönzuðum við á Vaðlaheiði miðri og gerðum allnákvæmar gróðurrannsóknir á nokkrum stöðum. Sérstaka áherzlu lögðum við á að viða að okkur sem mestu af vorblómum með aldinum og pressuðum fjölda þeirra Jjarna. Degi síðar gerðum við slíkt hið sama á Heiðarfjalli við Öxna- dalsheiði og söfnuðum þar vorblómum allt frá veginum og upp fyrir

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.