Náttúrufræðingurinn - 1947, Síða 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
169
Heiðastörin tilheyrir þeirri deild staraættkvislarinnar, sem Pseudo-
homostacliyae nefnist. Þær starir hafa mjög lík öx á hverju strái
og tvö eða þíjú fræni, en al öxunum ertt öll kvenöx, nema ltið efsta,
sem er annað hvort aðeins karlkyns eða með kvenblómum efst, karl-
blómum neðst.
Fjórar áður kunnar íslenzkar starir tilheyra þessari deild: hvítstör
(C. bicolor ALL.), rauðastör (C. rufina DREJ.), fjallastör (C. uor-
vegica RETZ.) og sótstör (C. atrata L.), en síðastliðið sumar bættust
tvær nýjar í liópinn: heiðastörin, sem hér er lýst, og hrísstör (Carex
adelosloma V. KRECZ.), sem þeir Johs. Grpntved og Ingólfur Da-
víðsson fundu í sunnanverðri Strandasýslu.
Deildinni Pseudohomostachyae er skipt niður í undirdeildir, og af
íslenzku störunum tilheyra hvítstör og rauðastör einni, sótstör ann-
arri, hrísstör þeirri þriðju og fjallastör og lieiðastör hinni fjórðu.
Ejórða undirdeildin nefnist Alpinae KALELA, og til hennar heyra
margar erlendar starir svipaðar fjallastör. Góðar myndir af gömlu
störunum er að finna í „íslenzkum jurtum“, og mynd af hrísstör mun
verða birt annars staðar. Með þessari grein er birt teikning eftir
Dagny Tande Lid af heiðastörinni og fjallastörinni bls. 167. Sú
mynd er vissulega gerð eftir norskum eintökum, en okkur hefur ekki
tekizt að finna neinn ntun á þeint og okkar eintökum frá Vaðlaheiði.
Vafalaust langar áltugamenn til að geta ákvarðað hinar nýju starir,
ef ske kynni, að þær yrðu á vegi þeirra einhverU daginn. Þess vegna
fylgir hér stuttur greiningarlykill, sem hægt er að bæta við í „íslenzk-
um jurtum“ á 96. síðu við lið B.:
II. Kvenblómin með þrem Cræuutn.
I. Kvenblóm efst og karlblóm neðst í toppaxinu, eða aðeins karlblóm; cingöugu
kvenblóm í öðrum öxum.
a. Öxin greinilega leggjuð, hangandi eða álút ................... C. atrala.
1). Öxin legglaus og upprétt.
1. Aðeins karlblóm í toppaxinu ........................... C. holostoma.
2. Bæði karlblóm og kvenblóm í toppaxinu.
* Öll öxin þétt saman i kolli........................... C. norvegica.
** Neðri öxin aðskilin ............................... C. adelostoma.
Við nánari samanburð á fjallastör og heiðastör kentur í Ijós, að
allmörg einkenni eru ólík með þeim. Höfum við sett upp í eftirfar-
andi töflu þann mun, sem auðveldast er að finna á ýnrsum eiginleik-
unt beggja: