Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1947, Síða 28

Náttúrufræðingurinn - 1947, Síða 28
170 NÁTTÚRUI'RÆÐINGURINN Carex norvegica Allþétt þýfð með stuttum renglum. Stráið oftast beint. Hlöðin fremur stutt, hin neðstu ná sjalcl- an upp að strámiðju, stuttydd, þykk og hörð, dökkgræn, sjaldan ljósgrágræn. Öxin 3—4, sjaldan 2 eða 5, hnöttótt eða egglaga, þéttblóma; endaaxið ætíð bæði karl- og kvenkyns með afar stuttan karl- hluta neðst, stærra en hin öxin. Axhlífarnar fjólubláar eða blásvartar, miðhlutinn dökkur, oftast aðeins örmjó livít rönd. Miðtaugin hrjúf. Hulstrið Ijósgrænt, en verður með tíman- um ljósbrúngrænt með grænurn öxlum, en að lokum dökkbrúnt. Hulsturvegg- urinn þykkur. Carex holostoma Lausþýfð með löngum renglum. Stráið dálitið bogið. lilöðin löng, hin neðstu ná oftast langt upp fyrir strámiðju, langydd, fremur þykk og hörð, ljósgræn, oft með gráblá- utn blæ. Öxin 2—4, oftast 3, egglaga eða aflöng, ekki þéttblóma; endaaxið nær ætíð að- eins karlkyns, minna en hin öxin. Axhlífarnar dökkfjólubláar eða svartbrún- ar með grænum miðhluta og oftast tnjórri, hvftri rönd. Miðtaugin slétt. Hulstrið Ijósgrágrænt, stundum með grá- fjólubláleitum eða rauðfjólubláleitum blettum, sem vaxa saman, svo að allt hulstrið verður að lokuin dökkgráfjólu- blátt eða svartfjólublátt. Hulsturveggur- inn þunnur. Fjallastör og heiðastör eru náskyldar, en vel aðskildar, ekki aðeins að útliti. Þær Iiafa verið taldar til tveggja tegunda lengi, og þótt þær vaxi saman á Vaðlalieiði, í Noregi, Finnlandi, Vestur-Grænlandi og lieimskautalöndum Ameríku, hafa aldrei fundizt neinir blendingar þeirra á milli. En fjölbreytni heiðastararinnar er svo lítil, að mjög sennilegt er, að fræ hennar myndist aðallega án frjóvgunar. Það Iiefur þó hvergi verið athugað nánar, enn sem komið er. Heiðastörin hefur aðeins fundizt á einum stað á Vaðlaheiði, en ekki er ósennilegt, að hún finnist víðar, að minnsta kosti í fjalllendi þar, sem jöklar hafa ekki hulið allt land. En hin kunna útbreiðsla hennar er sýnd á kortinu. í riti sínu um starirnar, sem tilheyra undirdeildinni Alpinae, getur prófessor Kalela þess, að hann hafi í grasasafninu í Uppsölum séð eina örk með einu eintaki af fjallastör og einu eintaki af lieiða- stör. Á miðanum stendur, að Jressi eintök, sem nefnd er þar „Carex Vahlii SCHKUHR“, séu runnin frá íslandi, þar sem J. Vahl hafi safnað þeim. Eitthvað er vafalaust hér saman við, því að okkur er ekki kunnugt um, að Jens Vahl hafi nokkru sinni safnað jurtum á íslandi, þótt hann hafi ákvarðað jurtir, sem franskur leiðangur hafði safnað hér. Prófessor Kalela telur vafasamt, að eintökin séu íslenzk, en þar eð heiðastör hefur nú fundizt á Vaðlaheiði, er alls ekki ósenni-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.