Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1947, Qupperneq 38

Náttúrufræðingurinn - 1947, Qupperneq 38
Guðmundur Kjartansson: Þættir af Heklugosinu II. HRAUNGÍGURINN í upphafi Heklugossins, 29. marz 1847, rifnaði Hekla að endi- löngu eftir liáegginni, sem stefnir frá norðaustri til suðvesturs, og hraun rann í mörgum kvíslum ofan fjallshlíðarnar beggja vegna. En fljótlega færðust eldupptökin saman í færri staði, og urðu þar gígar í röð eftir sprungunni og höft á milli. í fyrstu kom upp mest hraun úr norðausturkafla sprungunnar og rann aðallega austur af. En eftir fáeina daga var því rennsli lokið, og síðan gaus hrauni aðeins úr suðvesturhelmingi sprungunnar, langmest úr enda hennar í þeirri ltlíð fjallsins, sem veit að byggðinni. Þaðan hefur nú runnið hraun í heilt ár og aldrei orðið hlé á. Upptök þess úr fjallinu hafa alltaf verið á sömu slóðum og þau eru enn, þ. e. nálægt rótum Axlarbrekku (Sprengibrekku) norðaustur af Höskuldsbjalla, í tæpl. 800 — rúml. 900 m hæð y. s. Innan jæssara takmarka hafa upptökin nokkrum sinnum færzt til, ýmist upp eða niður, en þó lengst af verið í þeim stað, sem kallaður var hraungigurinn. Nú er þar enginn gígur ná- kvæmlega á sama stað. Síðan gosið hófst, hef ég komið 15 sinnum að hraungígnum eða á þær slóðir, og í þessum þætti ætla ég að lýsa, hvernig jrar var um- horfs hverju sinni. Stundum hefur liðið langur tími milli ferða minna að hraungígnum, en aðrir Hekluskoðarar hafa einnig athug- að hann hvað eftir annað, og þegar við berum allir saman bækurnar, nrun fyllast í eyðurnar í frásögn minni. Hraungígurinn myndaðist eittlivað um 100 m vestan við gömlu ferðamannaleiðina frá hestaréttinni undir Höskuldsbjalla upp á Hekluöxl. Sú leið lá upp ávalan rima, þann sem lengst skagar suð- vestur úr Axlarbrekku. Suðaustan lians liggur breið, grunn geil j^vert upp brekkuna í stefnu frá Höskuídsbjalla, en að norðvestan

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.