Náttúrufræðingurinn - 1947, Qupperneq 40
182
NATTURUFRÆÐINGURINN
xnilli. Þegar ég var þarna staddur, uppi á Hálsi, var hann enn ekki
til, að öðrum kosti hefði ég séð hann. En skömmu síðar hlýtur liann
að hafa myndazt, því að kvöldið eftir (pálmasunnudag, 30. marz)
hafði runnið þaðan alllangur hraunstraumur.
• 7. apríl. Eg kom ekki að hraungígnum fyrr en 7. apríl (annan í
páskum), er liann var orðinn fullrar viku gamall. í þeirri ferð voru
saman í hóp allir þeir náttúrufræðingar, sem mest haía fengizt við
Heklurannsóknir nú í gosinu, nema prófessor Trausti Einarsson,
liann einn hafði komið að hraungígnum áður.
Við gengum upp frá Næfurholti gömlu leiðina, en eftir henni
hafði áður verið um 3 klst. gangur þangað, sem hráungígurinn var
nú. Við vorum samt miklu lengur, því að margt var að skoða og tor-
færur komnar á veginn. Norðvestan undir Rauðöldum mættum við
hrauninu, sem rann frá gígnum. Brún þess var há og gekk fram hægt
og stöðugt. Úr því gegnum við upp með suðurjaðri nýja hraun-
straumsins, sem gamla gatan var nú víðast hvar grafin undir. Á vik-
uröldu þeirri, sem síðar var nefnd Krossalda, varð slæmur farar-
táhni á leið okkar. Hraunið liafði klofnað um ökluna, og kvísl úi
})ví rann suður um Þrætustígshraun austan við hana. Sú kvísl var
mjó og skreið hægt fram. Við klifruðum upp á jaðar hennar, sem
stóð nokkurn veginn kyrr, en leizt ófært þar yfir um vegna hita og
kræktum því niður fyrir enda kvíslarinnar. En þeir Steinþór heitinn
Sigui'ðsson og Noe-Nygaard, prófessor við Hafnarháskóla, höfðu
litlu áður orðið viðskila við hópinn og komu annars staðar að hraun-
kvíslinni. Þeim tókst betur enn okkur og gengu yfir hana. Á leið-
inni niður aftur um kvöklið gekk allur hópurinn yfir hraunið á
þeim stað, sem þeir höfðu kannað. Eg held, að okkur hafi þá öllum
komið á óvart, að gengt gæti verið þvert ylir um rennandi hraun-
kvíslar. En síðan hafa oít verið gengin hæði heitari og hraðskreiðari
hraun og ekki þótt hættulegt, ef varlega var farið.
Þessi hraunkvísl er nú kölluð Þrætustígslnaun en svo hét áður
mjó hraunálma, sem rann sömu leið árið 1845. Nú sér hvergi á hið
forna þrætustígshraun, og hið nýja hefur stækkað feikilega, síðan við
gengum yfir það fyrsta sinni.
Leið okkar lá nú áfram upp með lnaunelfinni norðvestan undir
Höskuldsbjalla, sem er alistórt skeifulaga eldvarp utan um gíg, sem
gaus 1766. Norðan undir bjallanum stóð hestaréttin, þar sem fyrrum
var venja að geyma hestana meðan gengið var á Heklu. Réttin sást