Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 45
NÁTTÚRUFRÆÐING URINN
187
stungið nokkuð í stúi við rithátt ,,liins“ bókarhöfundarins að vera
að gera greinarmun á staðreyndum og tilgátum.) Ennfremur eru
felldar niður fjölmargar tilvitnanir í blaðsíðutöl framar í Árbók F. I.
þar, sem skýringa og nánari fræðslu er að leita um ýmis atriði. Þetta
var víst óhjákvæmilegt, en lítils virði verður allur kaflinn, ef hann er
slitinn þannig úr samhengi. Aftur á nróti liefur orðalag eins og
„framar í þessari l>ók“ og „í þessu riti“ verið látið óbreytt og athuga-
semdalaust, þó að þar sé auðvitað átt við Árbók F. í., en hvergi
minnzt á það, sent unr er að ræða, í bók G. E. Engin atlnigasemd er
gerð við niðurfellingarnar úr kaflanum, en í stað þeirra liefur verið
skotið inn ótrúlega mörgum prentvillum. Vitaskuld sá ég enga próf-
örk að honum.
Guðmundur Einarsson frá Miðdal er löngu þjóðkunnur lista-
maður, iðnaðarfrömuður, ferðalangur og rithöfundur. Omerkari
manni hefði verið til trúandi aðsemja góða bók um eldgos, sem liann
var sjónarvottur að, enda munu niargir hafa gert sér góðar vonir um
þessa bók, þegar hún var auglýst. Eg var í þeirra hópi fram á síðustu
stund. Þóverðégað játa, að ég Jrekkti lítið rithöfundarhæfileika G. E.
í æsku las ég eftir liann ferðapistla í tímaritum og þóttu skemmti-
legir, síðar (1944) grein í Lesbók Morgunblaðsins um álnif öskufalls
;i vöxt og viðgang jökla, og fannst mér hún skynsamleg. Stærsta rit-
verk hans „Fjallamenn" hef ég ekki lesið, en hlustaði á kafla, sem
lesinn var úr jiví í útvarp, og fannst hann fallegur og skáldlegur.
Nýjasta bók Guðmundar Einarssonar, Heklugos 1947, skiptist í
jiessa kafla: 7. Heklugos 1947 — Frá ferðilm „Fjallamanna". (bls.
5—40, 77. Úr sögu Heklu — Heklugos (bls. 41—55, uppprentun úr
Árbók F. I.), lituð Ijósmynd eftir Halldór E. Arnórsson og 48 ljós-
myndir aðrar, prentaðar á myndapappír, ein á síðu. Þá er úrdráttur
á ensku úr I. og II. kafla, gerður af Bjarna Guðmundssyni (bls. 105—
130) og loks efnisyfirlit og skrá yfir höfunda ljósmyndanna. Bókin
er í drjúgum stærra broti en Náttúrufræðingurinn, en |)ó miklu
minna lesmál á blaðsíðu, því að spássíur eru miklar og letur stórt.
Á kapítulaskiptum eru hressilega teiknaðar vinjettur eftir G. E. og
f 1 úraðir upphafsstafir.
Að undan skildum skýringum undir myndum er kafli G. E. (bls.
5—40) hið eina frumsamda lesmál í jressari bók. í honum segir frá
ferðum G. E. og annarra „Fjallamanna" til Heklu og víðar unr Rang-
árþing til að skoða gosið og verksummerki þess, og jrar eru ennfrem-
ur raktir helztu viðburðir gossins frá upphafi, 29. marz. franr á haust.