Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1948, Síða 8

Náttúrufræðingurinn - 1948, Síða 8
54 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN einhverju móti, ég geti það, því að ég sé ungur, en hún sé orðin þungfær og öldruð og deyi glöð, ef hún verði ekki völd að dauða mínum. Hins vegar kvað ég, að eitt skyldi yfir okkur bæði ganga. Síðan tók ég hana við hönd mér og neyddi hana til að greikka sporið. Hún hlýddi nauðug og ásakaði sig fyrir það að vera mér til trafala. Aska tók nú að falla, en þó ekki rnikil enn. En er ég lít við, sé ég þykkan mökk ógna að baki, og nálgaðist hann okkur líkt og flóð, sem svall eftir jörðinni. Þá segi ég: ,,Við skulum lialda til hliðar, meðan við sjáum til, svo að við verðum ekki felld um koll og troðin undir í myrkrinu af mannfjöldanum, sem fylgir okkur á veginum.“ Naumast liöfðum við setzt niður, jregar myrkrið skall á, ekki því líkt, þegar dimmviðri er og nýlýsi, lieldur eins og við værum lukt inni í niðdimmu herbergi. Gat nú að heyra kveinstafi kvenna, grát barna og hróp manna. Kölluðu sumir á foreldra, aðrir á börn sín eða maka, og reyndu menn að þekkja hverjir aðra á röddinni. Surnir hörmuðu örlög sín, aðrir örlög sinna. Enn voru aðrir, sem í skelfingu dauðans óskuðu að fá að deyja. Margir fórn- uðu liöndum í bæn til guðanna, fleiri voru þó þeir, sem trtiðu því, að nú væri ekki neins staðar nokkrir guðir, en héldu, að komin væri yfir heiminn hin hinzta, ævarandi nótt. Til voru og menn, sem juku á hina raunverulegu hættu með kviksögum um ósannar ógnir. Snmir lugu því, að í Misenum væri þetta húsið fallið, en annað brynni. Þetta var rangt, en margir trúðu því. Nú birti lítið eitt, en okkur virtist birtan ekki vera venjuleg dagsbirta, heldur merki þess, að eldur nálgaðist okkur. Það var líka eldur, en hann stöðvaðist allfjarri okkur. Myrkrið datt á aftur, og askan féll á ný, jrétt og þung. Við stóðum upp aftur og aftur og hristum hana af okkur, því að ella hefði hún hulið okkur eða við jafnvel bugazt tindan þunga hennar. Eg gæti stært mig af því, að ekki heyrðust stunur til mín eða æðruorð í þessurn miklu hættum, ef ég liefði ekki haldið, að ég mundi farast með öllum og allir með mér, og er það vesæl, en þó mikil liuggun í dauðahættunni. Nú tók mökkurinn að þynnast, eins og liann leystist sundur í í þoku og reyk. Brátt kom eðlileg dagsbirta, sólin brauzt jafnvel fram, dapurleg að vísu, líkt og í sólmyrkva. Allt var nú umbreytt, er blasti við óttafullum augum vorurn, og hulið djúpri ösku, er líktist snjó. Fóruni við nú aftur til Misenum, þegar við höfðum hresst okkur eftir beztu getu. Áttum við þar kvíðafulla nótt milli vonar og ótta. Ottinn varð þó yfirsterkari, því að jarðskjálftarnir

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.