Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1948, Síða 10

Náttúrufræðingurinn - 1948, Síða 10
Guðmundur Kjartansson: Kolsýra í Hekluhraunum Dauðinn i leyni í vor og í sumar hefur voveiflegur dauði beðið hverrar skepnu, sem við viss veðurskilyrði varð reikað niður í vissar dældir í Heklu- hraunum. Liðu svo margar vikur, að enginn vissi, hvað dauðanum olli né hverjir voru hinir hættulegu staðir. Fyrir dásamlega tilvilj- un fórst þó enginn maður í þessum ósýnilegu gildrum. En margar sauðkindur hafa orðið þeim að bráð, og er þá nærri höggvið sauð- fjárbændunum við Heklu rætur. Fyrstu hræin fundust í dauða- lágunum um 20. maí, en ekki fyrr en aðfaranótt lf. júlí varð ljóst, hvað skepnunum liafði orðið að bana. Þetta var vissulega allt of langur dráttur. En til afsökunar okkur, sem mest höfum fengizt við athuganir á Heklugosinu, vil ég geta þess, að síðari hluti maí- mánaðar og júnímánuður allur er mikill annatími hjá okkur öllum við skylduverk, og varð því lítið um ferðir til Heklu af okkar hálfu. Að minnsta kosti komst ég þangað aklrei allan þenna tíma. Ekki var lieldur til okkar leitað um skýringu á þessu geigvænlega fyrir- bæri, heldur — eins og beinast lá við og sjálfsagt mátti teljast á því stigi málsins — til vísindamanna og stofnana, sem fjalla um sjúk- dóma í búfé og varnir gegn þeim. Þeim aðiljum var alls ekki heldur láandi, þótt þeir kæmu ekki auga á orsök fjárdauðans. Hún var jarðfræðilegs eðlis mikln fremur en læknisfræðilegs. Fyrsta liræið, sem fannst í einni dauðaláginni í Hekluhraunum, var tófa. Haraldur bóndi Runólfsson í Hólum kom að henni 19. maí eða næstu daga á eftir. Þetta var hvítt dýr, læða, sennilega ó- gotin, að því er Haraldur telur. Hún lá í grunnri smátjörn, þar sem heita Loddavötn. En þan eru aðeins litlar tjarnir eða pollar í hraundældum á svonefndum Mosum, undir brún Efrahvolshrauns, skammt norðan við götuslóðirnar, sem liggja frá Næfurholti inn

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.