Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 14
60 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN holum, sem algengar eru í liverju vel grónu hrauni og myndast a£ því, að vatn, sem sígur í hraunið, holar mold og sand undan gras- sverðinum, unz lrann dettur niður. Holurnar í þessari laut eru gaml- ar og munu ekki hafa breytzt verulega árum saman. Hið fyrsta, sem við veittum athygli (og Næfurholtsbræður höfðu raunar fytT tekið eftir), var, að grasið hafði guinað á lægsta barmi liverrar holu og þaðan lá gulleit rák í grasinu fáeina metra undan hallanum, sömu leið og vatn myndi renna, ef það kæmi upp úr holunni. Næsta til- raun var að þefa upp úr holunum, auðvitað varlega, og fundum við þá líkt til í nefinu og af sódavatnsropa. (Samlíkingin er ekki fögur, en ég veit ekki aðra betri.) Þá kveiktum við á eldspýtum og bréfum og stungum þeim logandi niður í gjóturnar. Loginn slokkn- aði alltaf, urn leið og hann kom niður fyrir lægsta barminn. Þetta sýndi, að gjóturnar voru sléttfullar af loftkenndu efni, sem 1 jós gat ekki logað í. Loft þetta hlaut enn fremur að vera þyngra í sér en andrúmsloftið, þar sem það myndaði polla í gjótunum, og gulu rákirnar bentu til, að það gæti runnið frá þeim í eins konar lækj- um. Að öllu þessu athuguðu, var ég sannfærður um, að þetta væri kolsýra (réttara nafni koldioxýð, COa), ef til vill blönduð öðrum lofttegundum. Einnig var nú ijóst, að þessi iaut var stórhættuleg mönnum og skepnum. í algeru logni, rnátti ætla, að hún fylltist kolsýru jafnhátt skarðinu véstur úr henni. Slík kolsýrutjörn væi'i 120 cm djúp og vitaskuld gersamlega ósýnileg. í fyrra sumar tjald- aði ferðafólk stundum niðri í þessari laut og svaf þar um nætur. Ef kolsýrutjörn hefði myndazt þar einhverja þá nótt, hefði senni- lega enginn þeirra, sem í tjöldunum sváfu, vaknað aftur til þessa lífs. En í fyrra sumar var kolsýruútstreymið ekki byrjað. Kolsýran í þessari laut hafði ekki orðið að bana neinni skepnu með heitu blóði, og þykir mér það furðu mikil og heillarík tilviljun, því að stórgripir og sauðfé eru oft á þeit á þessum slóðum og Næfurholts- kúnum þykir oft gott að liggja niðri í lautinni. Ég þekkti staðhætti í Loddavötnum, þar sem fjádauðinn liafði orðið mestur, og vissi, að þar liagaði h'kt til og í þessari laut að því leyti, að þau liggja í dæld og hallar ekki frá þeirn fyrr en komið er upp á nokkurra mannhæða háan hraunþröskuld. Þar gat því einnig myndazt kolsýruuppistaða. En eftir var að skýra fjárdauðann í Hólaskógi. Þar hafði ekki enn fundizt nein ,,ólyfjan“ úr jörðu, og mér var ókunnugt um staðhætti þar, sem hræin fundust. Þeir Geir og Sverrir fylgdu okkur nú þang-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.