Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 15

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 61 að. Hræin þar lágu einnig niðri í hraundæld, þó ekki þar sem hún var dýpst, en samt mun neðar en þröskuldurinn, sem lokar lægðinni. Við fundum fljótlega tvær örlitlar hraungjótur, þar sem kolsýra streymdi út í iiægum ísköldum gusti, sem slökkti eld á augabragði. (Þriðja kolsýruholan fannst þarna síðar.) En engin kolsýrutjörn var þarna nú fremur en á Krikabrún. Því olli eflaust örlítill vindblær, sem fannst þó aðeins öðru hvoru. Þegar við komum aftur lteim að Næfurholti um nóttina, skrifaði ég stutta skýrslu unt athuganir okkar og niðurstöður ásamt beiðni um aðstoð vísindamanna frá Atvinnudeild háskólans og Sauðfjár- veikivörnunum til nánari rannsókna. Hér var unr fyrirbæri að ræða, sem var h'fshættulegt mönnum og skepnum, og þurfti því að fréttast af því hið fyrsta. Ófeigur í Næfurholti kom skýrslu minni símleiðis til Fréttastofu útvarpsins morguninn eftir, og Jraðan var skilaboðum mínunr unr aðstoð konrið til réttra aðilja svo fljótt, senr unnt var — á sunnudegi og í mánuði ferðalaga og sumarleyfa. Skýrsla mín var lesin með öðrunr fréttum í hádegisútvarpinu. Þenna sunnudag, 11. júlí, fór ég nreð ferðanrannahópnunr upp á Heklutind, eins og ég var til ráðinn. Þetta voru ágætir göngumenn, og við vorunr fljót í ferðum. Þegar við konrum aftur að Næfurholti undir kvöld, lrélt hópurinn áfram suður, en ég varð Jrar eftir til að rannsaka betur kolsýruútstreynrið. Sama kvöld hjólaði ég inn að Loddavötnum, og daginn eftir leitaði ég.að kolsýru á þeim stöðum öðruin í Næfurholtslandi, Jrar sem helzt var við henni að búast á þessu stigi rannsóknanna. Slíka staði lá á að finna, auðkenna og girða, áður en slys hlytist af á nrönnunr eða skepnunr. Til leitarinnar notaði ég blys, kaðalspotta, sem ég vætti í stein- olíu og festi á prik. Ég kveikti á Jrví í liverri laut, Jrar senr ég hafði grun um, að kolsýra væri. Og ef lrún var þar, slokknaði á blysinu um leið og það kom undir yfirborð lrennar. Með þessu móti leitaði ég í vestustu totu Næfurholtshrauns, Hólaskógi, Efrahvolshrauni, framanverðri Pælu, Oddagljúfri og á Mosununr. Auk þess leitaði ég nokkuð upp í nýja hraunið (frá 1947) upp af Efrahvolshrauni. Er skemmst frá að segja, að ég fann hvergi kolsýru nenra á (eða mjög nálægt) þeinr stöðunr, þar senr lrún hafði fundizt áður, og í tveimur djúpum hraunlautum á miðjunr Mosununr (gatan liggur á milli þeirra). Veður var mjög kyrrt þessa daga, og auðveldaði það leitina. í lrvassviðri gætir kolsýrunnar miklu minna og aðeins í dýpstu og

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.