Náttúrufræðingurinn - 1948, Síða 20
66
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
dældum og undir hraunbrúnum, þar sem grynnst er á jarðvatninu.
Samkvæmt þessari kenningu hagaði ég leit minni.
A£ þeim stöðum, sem einum manni voru tiltök að kanna á einum
degi, hafði ég þessa helzt grunaða um kolsýru: hlauprásina hjá
Bjallahorni, hraundældir undir norðurbrún Skjólkvíahrauns, gjár
og bolla í Nýjahrauni vestan undir Krakatindi, vikrana norðvestan
undir Vatnafjöllum frá Mundafellshrauni fram að hrauninu mikla
frá 1766—’68 og loks gil meðfram hraunjaðri í Stóraskógsbotnum.
Á flestöllum þessara staða myndast vatnslænur eða pollar á vorin og
endast jafnvel fram á sumar, en í Stóraskógsbotnum spretta upp
lækir, sem þijóta aldrei.
Ég leitaði á öllum þessum stöðum, ýmist með nefinu eða brenn-
andi blysi — og fann hvergi kolsýruvott.
Allan daginn var ákjósanlegt veður til leitarinnar, hægviðri á
austan og yfirleitt logn niðri í lautum. Við slík skilyrði tel ég mjög
ósennilegt, að mér hafi sézt yfir nokkurt kolsýruútstreymi á leið
minni.
Næstu daga hafði ég ætlað mér að leita betur að kolsýru í Næfur-
holtslandi, einkum með hraunbrúnunum á leið frá Gamla-Næfur-
holti inn að Hringlandahrauni, j)ví að þann spöl vantaði enn í, að
ég hefði leitað hringinn í kringum Heklu. En mér gaf ekki til j)eirrar
leitar fyrir hvassviðri. Þegar stormur er eða rok, blandast kolsýru-
loftið niðri í hraununum, a. m. k. ofan til, andrúmslofti miklu meir
en ella, svo að kolsýrunnar gætir þá lítt eða ekki í gjótunum. T. d.
logaði glatt á blysi mínu alveg niðri við botn á kolsýruholunum á
Krikabrún í stormi 24. júlí.
Tibrd upp af kolsýrutjörn
Þegar ég var að koma úr ferð minni austur fyrir Heklu 23. júlí og
átti skammt eftir að Næfurholti, bar fyrir mig sýn, sem kom mér
til að óttast í svip, að ég væri að verða vitlaus eða a. m. k. skyggn. —
Ég var að koma vestur úr Skál, skarðinu milli Tindilfells og Grá-
fells, og útsýn opnaðist yfir Mosana. Þetta var um lágnætti, rökkvað
og stillilogn. Mér varð litið í átt til Loddavatna og sé ekki betur en
fjórir menn standi á Mosunum nokkru nær mér en Vötnin og liafi
í frammi hin kynlegustu skrípalæti. Þeir sýndust ltoppa ýmist í loft
upp eða út á hlið og ýmist baða út öllum öng ir.t eða kýtast svo
saman, að þeir hurfu í biii. Vissulega var þcssi s'ti tneð ólíkindum,