Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 22

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 22
68 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þær hljóta að hafa drukknað í, var rokin burt. En fleira bar til tíð- inda í þeirri ferð: Þeir fundu sódavatnskeim af vatninu í efstu upp- tökum Næfurholtslækjar. Fyrsta daginn, sem ég hafði athugað kolsýruna hjá Næfurholti (þ. e. 11. júlí) Iiafði ég smakkað á vatninu á þessum sama stað eða því sem næst til þess að gá, hvort ekki væri kolsýrubragð af því, en ekkert fundið. Og meira að segja nóttina áður en þetta gerðist (þ. e. 24. júlí) hafði ég drukkið þarna vænan teyg við þorsta og ekki orðið var við neinn keim. Þetta ber ekki að skilja svo, að keim- urinn Iiafi ekki koinð í lækinn fyrr en síðari liluta þessarar nætur, heldur hins vegar: Þeir þremenningarnir eru bragðnæmari en ég. Síðar um daginn komst Trausti að raun um, að miklu sterkara kolsýrubragð var að annarri upptakakvísl Næfurholtslækjar, þeirri sem kemur upþ í Selskarði við rætur Strillu. Þá tókum við okkur til og smökkuðum á því nær öllum uppsprettum í nánd við Næl’ur- holt og tókum sýnishorn af vatni margra þeirra. Sterkt kolsýrubragð reyndist úr öllum botnum Nýjabæjarlækjar, sem kemur upp undan sama hrauninu sem kolsýrulautirnar í Hólaskógi og á Krikabrún eru í. En í uppsprettum Næfurholtslækjar, sem kemur úr sama hrauni sem Loddavötn eru í, er missterkt kolsýrubragð — og mjög dauft í syðsta botninum, eins og áður var gefið í skyn. Af engum öðrum uppsprettum fannst neinn keimur, svo að víst væri, en þær koma allar upp annaðhvort úr móbergi eða undan öðrum hraun- um en þeim, sem hér var getið. Við efnagreiningar hefur þó komið í ljós, að talsverð kolsýra er bæði í vatnsbólslindinni í Næfurholti, en hún sprettur upp í móbergshlíð, og í Kanastaðabotnum, sem koma undan fremsta nefi Norðurhrauns. (Sjá töflu II. í grein Gísla Þorkelssonar hér á eftir.) í engri uppsprettunni var svo mikil kolsýra, að vatnið ylli af henni, eins og í ölkeldu, enda væri það vart hugsanlegt eins og til hagar um þessar uppsprettur. Til þess að uppsprettuvatn velli af kolsýru, þarf það að koma neðan að, svo að þrýstingur á því fari minnkandi á leið þess að opinu. Við þrýstingsminnkunina dregur úr hæfileika vatnsins til að halda kolsýru í upplausn, æ meira af kolsýrunni skilst því frá því og myndar bólur, svo að vatnið vellur upp, líkt og það sjóði. En í þeim lindum. sem hér er um að ræða, kemur jarðvatnið ekki neðan að, heldur streymir til þeirra um langan veg undan hægum halla eftir óteljandi smugum í hraunun- um. Og vegna þess, hve hraunin eru glufótt, getur þrýstingurinn

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.