Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 26
K
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
urður Þórarinsson kom þárna 12. september, fann liann til viðbótar
þeim, sem áður höfðu fundizt, tvo dauða hrafna, þrjá þúfutittlinga
og fjóra steindepla. Viku síðar fann ég enn tvo þúfutittlinga og einn
steindepil.
Ef kolsýruútstreymið heldur áfram í vetur, má búast við, að lág-
fóta gangi þarna í gildrun'a, hræjum stráðar dauðalágarnar, þegar
harðnar að. En ekki mun þykja ástæða til að girða þær refaneti. Hitt
mundi þarfara, að festa upp spjöld á girðingarnar með áletrun, sem
varaði menn við hættunni.
Hvenœr hófst koisýruútstreymið?
Hin loftkennda kolsýra gerði þá fyrst vart við sig, er hún drap
tófuna í Loddavötnum um miðjan maí. En ketilsteinninn, sem tók
að myndast í Hólum um mánuði áður, sýnir, að þá var lækjarvatnið
þegar orðið kolsýrumengað, og ætla má, að útstreymi loftkenndrar
kolsýru og kolsýrumengun vatns hafi liyrjað nokkurn veginn sam-
tímis. Ketilsteinninn hefur vitaskuld byrjað að myndast nokkru
áður en eftir honum var tekið. En ef myndun lians hefur þegar í
upphafi verið jafnör og í júlímánuði, hlýtur lians iljótlega að hafa
orðið vart, sennilega áður en tíu dagar voru liðnir.
Samkvæmt þessu má telja, að kolsýra liafi ekki byrjað að neinum
mun að streyma fram fyrr en í byrjun aprílmánaðar og útstreymið
hafi byrjað í síðasta lagi um miðjan mánuðinn.
Þess má geta, að um sömu mundir sem kolsýruútstreymið liófst,
var hraungosinu í Heklu að slota. Rauð glóð sást nálægt gosstöðv-
unum síðasta sinni, svo að víst sé, 26. apríl.
Hekla liafði gosið í heilt ár áður en kolsýruútstreymisins varð
vart, og óliætt er að fullyrða, að það hafi ekki átt sér stað fyrr í gos-
inu á þessum slóðum né með þeim hætti, sem hér er frá sagt.
Svipuð fyrirbæri hér og erlendis
1 þeim ritum, sem ég hef til þessa komizt yfir að lesa, um eldgos
hér á landi, bæði fyrr og síðar, hef ég hvergi fundið lýsingu á at-
burðum, er minni neitt á það fyrirbæri, sem hér hefur verið sagt frá.
Þetta virðist því einsdæmi í eldgosasögu íslands. Vitaskuld er þó
ekki óhugsandi, að svipaðir atburðir hafi gerzt hér áður, eftir að
land byggðist, án þess að þeir yrðu nægilega vel færðir í letur, til að