Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 27

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 27
náttúrufiCeðingurinn '73 fyrirbærið sé þekkjanlegt. í Ferðabók Eggerts Ólajssonar og Bjarna Pálssonar segir frá manndauða, sem ef til vill gæti komið til rnála að kenna kolsýrúútstreymi í hranngjótum. En ekki var neitt eldgos unr þær mundir á þeirn slóðum. Jóhann Briem listmálari benti mér á þessa frásögn, skönrmu eftir að uppvíst varð unr kolsýruna lrjá Næfurholti. Hún er í kafla, sem heitir Banvæn álirif lojtsins (í þýð- ingu Steindórs Steindórssonar, II. b. bls. 299—300). Þar segir: Við heyrðum frá því sagt, að 3 eða 4 menn hefðu dáið skyndilega suður á Vatns- leysuströnd veturinn 1753—54 beggja megin hátíða. Hefðu þeir dáið nálægt kotbæ, er Landakot heitir. Jörð er hér öll brunnin með fjölda af sprungum og gjótum, og hugð- um við, að eiturgufur mundi leggja þar upp úr jörðu og hefðu þær reynzt að þessu .sinni kraftmeiri en endranær, af því að allflest uppgönguaugun hefðu verið lokuð at ís og snjó. Veturinn eftir dóu enn fleiri og sömuleiðis næsta vetur þar á eftir, unz alls voru dánir 19 menn. Fólkið þar í kring var svo skelft við atburði þessa, að nærri lét, að það flýði byggðarlagið. Er þar þó allfjölmennt, því að þaðan er venjulega gott útræði og sjávarafli. Menn þeir, er létust, voru allir fullkomlega heilbrigðir og á gangi, er þeir dóu. Varð það með þeitn hætti, að þeir ráku skyndilega upp hátt hljóð og dóu samstundis. Menn trúðu því, að þetta væri refsidómur, sem guð hefði leyft ein- hverjum illum anda að framkvæma. Að lokum létu menn ])ó skipast við fortölur og biðu í sveitinni eitt árið enn til reynslu, en voru þó skelfdir og óttuðust bráðan dauða. En þann vetur dó enginn, og einskis manndauða nteð þessum hætti hefur orðið þar vart síðan. Eigi eru heldur til sagnir af nokkrum slikum manndauða þar nokkru sinni fyrr. Við könnuðum staðinn sumarið 1755 og sáurn þá, að landið er þar mjög holótt. Okkur var þá tjáð þar, að það væri venjulega snjólaust, eins og títt er í hraunum, og einnig, að manndauðinn hefði jafnt orðið, hvort sem snjór var á jörðu eða ekki. Enn fremur var okkur tjáð það, að öll þessi bráðu dauðsföll liefði að höndum borið stytztu og dimmustu daga ársins, um vetrarsólhvörf, en þó ætíð að degi til og einnig, að flestir þeirra, er dóu svo skyndilega, hefðu verið skyldir, aðallega fjórir bræður og börn þeirra. Tveir bræðra þessara voru einu sinni saman á gangi. Þá varð allt í einu annar þeirra bráðkvaddur, en hinn kenndi sér einskis meins. Allir þeir, sem dóu, voru annars ráð- vandir menn og hæglátir í öllu framferði sínu, án þess þó að vart hefði orðið nokkurs þunglyndis eða lnigsýki hjá þeim. Annars er kolsýruútstreymi úr jörðu með öðrum hætti engin ný- lunda hér á landi, því að í ölkeldum og sumum laugum vellur upp kolsýruborið vatn. En slíkt kolsýruútstreymi hefur, að því er ég bezt veit, haldizt lítt breytt á sömu stöðum öldurn saman og er með öllu hættulaust. Ölkeldur eru einnig víða í öðrum löndum, og á sumum jarðelda- svæðum, virkum eða tiltölulega nýkulnuðum, hefur kolsýruloft öldum saman streymt upp úr jörðunni með svipuðum hætti og nú gerist í Hekluhraunum. Slíkt útstreymi nefnist á ítölsku mojeta, og

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.