Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 30

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 30
76 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN liggi enn undii' storkutappanum tiltölulega grunnt í jörðu. Þær storkna nú óðum, og urn leið skiljast rokgjörnu efnin frá. En þau megna ekki lengur að sprengja sér braut upp úr berginu, heldur síast í gegnum það. Á þeirri leið, sem er býsna krókótt, marggreind og seinfarin, kemst kolsýran sums staðar í snertingu við jarðvatn og leysist upp í því. Jarðvatnið streymir síðan, þrungið af kolsýru, um bergsmugur undan hallanum burt frá Heklu. Yfir fleti þess sígur fram annar straumur á svipaðan hátt og í sömu stefnu. í honum er loftkennd kolsýra, sem liefur losnað aftur úr upplausninni. Sá straumur verður að öðru jöfnu því hraðari og grynnri sem hallinn er meiri. Þess vegna er ekki við að búast, að hann nái neins staðar upp að yfirborði hraunanna fyrsta 7 km spölinn vestur frá eldstöðv- unum, þar sem bæði er brattlent og auk þess eflaust mjög djúpt á jarðvatninu. Loksins við Loddavötn, undir hinni háu brún Efra- hvolshrauns, dregur snögglega úr hallanum og jarðvatnsflötur nær yfirborði jarðar. Á slíkum stað hlýtur kolsýrustraumurinn að leita út undir bert loft — svo sem raun ber vitni. Það er eftirtektar vert. að flestar kolsýrugjóturnar við Loddavötn eru austan við tjarnirnar, en engin vestan þeirra. Það gefur ljóslega í skyn, að kolsýrustraum- urinn yfir jarðvatninu komi austan að, í átt frá Heklu. Bæði í kolsýrulautinni í Hólaskógi og á Krikabrún benda stað- hættir einnig til, að grunnt sé á jarðvatni, og þeir sýna enn frernur, að kolsýran, senr þar kemur fram, liefur lagt leið sína norðan við fjallgarðinn Langafell, Hádegisfjall og Strillu, en ekki um Selskarð.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.