Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 44

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 44
90 NÁTTÚRUFRÆBINGURINN og nú er verið að gera með vísindanöfnin: sem sé, að liver einasta tegnnd beri aðeins eitt heiti, sem öllum sé skylt að nota í „flórum“ eða öðrum bókum um grasafræðileg efni, hvort heldur sem þær eru vísindalegar, fræðilegar eða námsbækur. En þá kemur spurningin: Eftir hvaða reglum ber að velja nöfnin? Hér verður ekki hægt að beita sömu aðferð og við latnesku nöfnin, sem sé: að velja elzta nafnið, því að ókleyft er að fá vitneskju um slíkt, þegar um gömul fjölnefni er að ræða. Aftur á móti er það venjulega auðvelt, ef fjölnefnin eða tvínefnin liafa orðið til á síðustu áratugum. Tillögur mínar um nafnavalið eru þessar: 1. Ef um gömul fjölnefni er að ræða, sem ekki er vitað um aldurs- mun á, ber að velja það nafnið, sem bezt á við plöntuna (samkvæmt dómi nafngiftarnefndar, sem skipuð er færustu grasafræðingum). 2. Ef um fjölnefni eða tvínefni er að ræða og örugg vissa er fengin fyrir því, að eitt (eða annað) þeirra er elzt (eldra), ber að velja Jrað nafn. 3. Ef höfundur plöntúnafns hefur sjálfur gert síðar nafnbreytingu eða flutt nafnið yfir á aðra tegund, ber að láta þá breytingu standa óliaggaða. 4. Ef gamalt plöntunafn, er hingað til hefur ekki verið notað, kemur í leitirnar og vitað er, við livaða plöntu Jrað á, ber þeirri plöntu að fá nafnið. 5. Þegar planta finnst í fyrsta skipti hér á landi og þarf að gefa henni íslenzkt nafn, er íinnandanum að vísu leyfilegt að skíra hana sjálfur, en nafn hans á plöntunni þarf að ldjóta samþykki nafngiftar- nefndar. í þessari síðustu gi'ein er að vísn átt við alíslenzkar plöntur, en hún getur jafnframt gilt um erlendar plöntur, sem hingað eru fluttar til ræktunar. Fyrir tæpum 50 árum var fyrst, svo að orð sé á gerandi, byrjað að rækta hér erlendar jurtir, runna og tré, og hefur sú ræktun stöðugt aukizt og.Jreim tegundum fjölgað, sem reyndar hafa verið, svo að fullyrða má, að þær skipti nú hundruðum. Við komu erlendra tegunda lúngað kom brátt í Ijós, að aljaýða manna sætti sig ekki við vísindanöfnin ein á jrlöntunr Jressum, og var þá ekki nema um tvennt að velja: annað hvort að notast við erlendn þjóðarheitin, ef til voru, eða búa til frumleg, íslenzk nöfn, og voru báðar þessar leiðir farnar. Vorn þá Jrjóðarlieitin oftast beinlínis Jrýdd: Morgenfrue nefnd morgunfrú, Venusvogn nefndur venusvagn o. s. frv.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.