Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 93 að minnsta kosti 50—60 ár. Það var sú tegund, senr nú ber vísinda- nafnið Sorbus hybrida L. Þó hefur hún ekki ætíð verið nefnd því nafni; til eru ýmis samnefni, sem finnanleg eru í grasafræðiritum, t. d. S. fennica (Kalm) Fr., Pyrus fennica Bab., P. pinnatifida Ehrh. og Crataegus fennica Kalni. En enda þótt plantan hafi þannig fengið sjáll’stæð tegundarheiti, telja lærðustu grasafræðingar fullvíst, að hún liafi einhvern tíma í fyrndinni orðið til fyrir samæxlun tveggja skyldra reynitegunda (S. aria (L.) Crantz X S. aucuparia L.), enda ber hún einkenni beggja foreldranna og er allbreytileg, eins og títt er um bastarða. Kemur slíkt einna gleggst í ijós á blöðunum. S. aria hefur heil, sporlaga blöð, með tvísagtenntum röndum og þéttum, hvítum lóhárum á neðra borði, en S. aucuparia — þ. e. ilmreynirinn okkar — er nteð stakfjöðruðum blöðum, sem hafa 5—9 pör af mjó- sporlaga smáblöðum. Þessi einkenni hafa blandazt þannig, að S. hybrida hefur meira eða minna aflöng blöð, sepótt eða mjög gróftennt ofan til, en fjöðruð neðan til eða neðst, og eru blaðpörin venjulega f eða 2—2þ£, sjaldan 3. Neðra borð blaðanna er livítlóhært. Á hinum skyldu þjóðtungum Norðurlanda er þessi tegund nefnd: á dönsku finsk r0n, á norsku rognasal og á sænsku rönnoxel. En hvert er íslenzka nafnið? I grein um trjárækt eftir Sigurð Sigurðsson, búnaðarmálastjóra: „Stuttum leiðarvísi um gróðursetning trjáa og runna í kringum bæi og hús“, er birtist 1904, er þessi tegund nefnd norskur reynir, og hélzt það heiti um langt skeið, að minnsta kosti norðanlands, og mun ekki enn vera að fullu úr sögunni. Fimm árum síðar kemur annað nafn til sögunnar, samkv. Ársskýrslu Rækt- unarfélags Norðurlands 1909. Það er nafnið silfurreynir. Hver er höfundur þessa nýja nafns, er mér ekki fullkunnugt, en sennilega hefur það verið Sigurður Sigurðsson. Þetta lieiti er enn í dag mjög algengt norðanlands. Árið 1914, þegar „Bjarkir" eftir Einar Helgason komu út, var þess að vænta, að hann notaði þetta velheppnaða og fallega heiti á hina umræddu tegund, en svo varð ekki. Þar finnst aðeins vísinda- nafnið eitt. Tuttugu árum síðar notar sami höfundur í Ársriti hins íslenzka garðyrkjufélags nýtt lieiti: finnskur reyniviður. í Ársriti Skógræktarfélags íslands 1933—34 er grein eftir Hákon Bjarnason, skógræktarstjóra, þar sem heitið silfurreynir er notað, en er þar látið ná til annarrar tegundar (sjá síðar), ásamt S. hybrida, eða með öðrum orðum: þessar tvær tegundir bera eitt og sama nafn.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.