Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 3

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 3
Úr Olaus Magnus: Historia de gentibus septentrionalibus. 1555. Sigurður Þórarinsson: Hversu mörg eru Heklugosin? Hversu mörg eru þau orðin, Heklugosin, frá upphafi íslands byggðar? Ja, hvað segir Þorvaldur Thoroddsen um það. Við flettum upp í eldfjallaritum hans. Þar eru uppreiknuð 21 Heklugos, og um þrjú þeirra er þess getið, að þau hafi ekki verið í fjallinu Heklu, þ. e. í sjálfum Hekluhryggnum ofan við ca. 800 m hæð y. s., en í Heklu- fjallgarðinum eða í námunda við hann. Hér við hætast svo gosið hjá Mundafelli og á Lambafit 1913 og síðasta Heklugosið. Samanlagt hef- ur því Hekla gosið 19 sinnum, og fjórum sinnum hefur gosið í ná- grenni hennar, síðan sögur hófust. (Er þá talið eitt gos, þótt samtímis hafi gosið í Heklu sjálfri og einhvers staðar i nágrenni hennar). Um áratugi hafa eldfjallarit Þorvaldar Thoroddsens, Oversigt over de islandske Vulkaners Historie og Die Geschichte der isldndischen Vulkane, verið biblía þeirra fræðimanna, erlendra og innlendra, er fjallað hafa um eldfjallasögu íslands. Heklugosatal hans hefur verið tekið upp i erlendar handbækur í eldfjallafræði, svo sem hina kunnu bók K. Sappers: Vulkankunde (bls. 304), svo og í ýmis fræðirit ís- lenzk, nii síðast í eitt af ritunum um síðasta Heklugosið.1 Guðmund- ur Kjartansson gerir þó þann fyrirvara í sinu merka Hekluriti, er kom út sem árbók Ferðafélagsins, að því fari fjarri, að skrá Thor- oddsens sé nákvæm.2 Oversigt over de islandske Vulkaners Historie kom út 1882, og höf- 1) The Eruption of Hekla 1947—1948, IV, 5, bls. 13. 2) Árbók Ferðafélags íslands MCMXLV, bls. 141. 5

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.