Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 7

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 7
HVERSU MÖRG ERU HEKLUGOSIN? 69 Frásögn þessi er allþjóðsögukennd, einkum þetta um 18 bæi og 50 hurðir á járnum. Hún stangast og mjög við frásögnina af gosinu 1389, og þar eð Jón getur ekki þess goss, lægi næst að álykta, að hér væri um sama gos að ræða, en Jón ruglazt í tímatalinu og hafi fært gosið 1389 yfir á biskupsár Gottsveins, en hann var biskup í Skál- holti 1437—1447. En hér kemur eitt til, sem ekki er hægt að ganga fram hjá, og það er Vilchinsmáldagi Nikulásarkirkju á Skarði eystra. Sá merki fræðaþulur, Vigfús Guðmundsson, hefur í ritgerðum1 bent á, að sá máldagi, frá 13972, er nokkuð frábrugðinn þeim mál- daga kirkjunnar, sem þekktur er næstur þar á undan (líklega frá um 1367).3 Telur Vigfús óhugsandi, að Skarð hafi verið komið í eyði, er Vilchinsmáldagi Skarðskirkju var skráður, og telur það því hafa farið undir hraun um 1440. öruggt virðist mega telja sam- kvæmt rannsóknum G. Kjartanssonar, að hraunflóð frá Rauðubjöll- um hafi farið yfir bæjar- og kirkjustæðið á Skarði. Hins vegar þykir mér næsta óliklegt, að tvisvar hafi gosið í þeirri eldstöð, og rök Guð- mundar Kjartanssonar fyrir því, að þar hafi gosið 1389—90, virðast mér næsta sannfærandi. Hér er ekki rúm til að ræða nánar, hvernig brúa megi þessar mótsagnir, en ekki virðist mér óhugsandi, að mál- dagi Vilchins geti verið afrit af týndum máldaga, t. d. máldaga sett- um af Michael biskupi um 1387, og verð ég þvi þrátt fyrir allt að telja vafasamt, að Heklugos hafi orðið á dögum Gottsveins biskups, og ennþá óvissara, að þá hafi gosið í Heklufelli sjálfu. Um gosið 1510, sem er hið næsta, eru Biskupaannálar4 einnig aðalheimildin, en þeir eru miklu öruggari heimild um þetta gos en þau hin eldri, því að afi Jóns Egilssonar, Einar klerkur Ólafsson, sem Jón hefur svo margt af sínum fróðleik frá, var sjónarvottur að þessu gosi frá Skálholti, þá unglingspiltur, og hefur lýst því fyrir sonarsyni sínum með þeirri smáatriða nákvæmni, sem einkennir frásagnir gam- almenna af þvi, er fyrir þau bar í æsku. Er ekki vafi á, að þetta var mikið sprengigos og úr háhrygg Heklu. Það var vikurfall úr þessu gosi, sem næstum var orðið að bana Eysteini bónda í Mörk, Brands- syni, sem flestum mun kunnur úr leikritinu Lénharður fógeti. Þar næst er gosið 1554, og enn eru Biskupaannálar aðalheimildin, 1) Eldgos og eyðing. Árb. hins ísl. fornl.fél. 1949—50, bls. 120 ff. — Árbók hins ísl. fornLfél. 1951—52, bls. 97. 2) Dipl. Isl. IV, bls. 68. 3) Dipl. Isl. III, bls. 217. 4) Safn til sögu Islands I, bls. 44—45.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.