Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 15

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 15
HVERSU MÖRG ERU HEKLUGOSIN? 77 13 (en samkvæmt Thoroddsen 19), síðan Island byggðist, eða öllu heldur frá og með gosinu 1104, en þar að auki hafi gosið 5—8 sinn- um á Heklusvæðinu, en af þeim gosum hafa 1—3 verið samtímis gosi úr háhrygg Heklu. Samanlagt hefur síðan sögur hófust gosið í mesta lagi 20, í minnsta lagi 18 sinnum í Heklu og á Heklusvæðinu, og er þá reiknað eitt gos, þótt gjósi á fleirum en einum stað sama árið, en samkvæmt Thoroddsen ættu þessi gos, þ. e. Heklugosin í víðustu merkingu þess orðs, að vera orðin 23. Líklegt má telja, að sum, e. t. v. öll, þau gos á Heklusvæðinu, sem ekki voru í Heklu sjálfri, hafi haft einhver áhrif á lengd goshléanna í Hekluhryggnum, létt á Heklu, ef svo mætti segja, og lengt goshlé hennar. Segja má e. t. v., að ekki skipti það miklu máli, hvort hún Hekla hafi gosið 13 eða 19 sinnum, síðan hún vaknaði af aldasvefni annó 1104, en viðurkvæmilegt virðist mér þó, að við vitum sem bezt skil á ferli þess fjalls, sem frægara er flestum fjöllum jarðarkringlunnar og hefur borið nafn lands okkar víðar en Eddur og Islendingasögur. Þó er það þýðingarmeira, að saga Heklu er þáttur í sögu okkar þjóð- ar, þar um bera þögul vitni vikri fylltar bæjarrústir frá Þríhyrningi allt norður að Hvítárvatni. Raunverulega er það svo, að saga íslenzku þjóðarinnar er sam- tvinnaðri en saga flestra annarra þjóða náttúruviðburðum og nátt- úrubreytingum þess lands, er þjóðin byggir. Eldgos, jökulhlaup, land- skjálftar, hafís, jarðvegsmyndun, uppblástur, loftslagsbreytingar. Allt eru þetta þættir svo samtvinnaðir okkar sögu, að ekki verða frá skild- ir, þegar hún er skráð. En þótt margt hafi verið merkilegt unnið í íslenzkri sagtifræði síð- ustu áratugina, virðist mér, að þessir þættir hafi orðið helzti mikið útundan. Til þess liggja raunar eðlilegar orsakir. Þessir þættir verða vart raktir, svo að viðunandi sé, af húmanistískum sagnfræðingum einum saman. Þeir hafa ekki þá náttúrufræðilegu þekkingu, sem þarf til að lesa náttúrunnar letur. Á hinn bóginn er náttúrufræðingum heldur ekki hægt um vik. Fæstir þeirra lesa lengur latínu, en á því máli eru ýmsar af heimildunum um náttúruviðburði skráðar, þeir eiga erfitt með að stafa sig fram úr fljótaskrift eða grúska í miðalda- skjölum. Þeir læra ekki heimildagagnrýni á sama hátt og sagnfræð- ingamir. Lausnarorðið er hér samvinna, samvinna húmanista og náttúmfræðinga. Þeirrar samvinnu bíða mörg merkileg viðfangsefni.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.