Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1953, Qupperneq 19

Náttúrufræðingurinn - 1953, Qupperneq 19
NOKKUR ORÐ UM KEW-GARÐINN 1 LUNDÚNUM 81 Sedrustré í Kew-garSi. PagöSan sési i bakgrunni. hefur grasagarðurinn kostað útgáfu lndex Kewensis, en það er skrá og lýsing á öllum þekktum æðri plöntum, eins konar alheims flóra. Á 5 ára fresti er gefið út eitt bindi með viðaukum. Þá hefur Kew- garðurinn einnig gefið út „Flóru“ flestra landa Bretaveldis sérstaklega. 1 Kew er geysistórt og fullkomið safn grasafræðibóka og -rita, eða um 50 þúsund bindi. Þar er og stórt safn ferðabóka eða nálægt 20 þúsund bindi. Talið er, að í grasasafninu séu um 6 milljónir blaða með þurrkuð- um plöntum; má víst fullyrða, að þarna séu sýnishorn af nær öllum þekktum plöntutegunum jurtaríkisins. En skrásettar plöntutegundir munu nú vera um 180 þúsund. Við þetta stóra safn bætast árlega þúsundir sýnishorna þurrkaðra plantna og plöntuafbrigða víðs vegar að úr heiminum. I sjálfum grasagarðinum eru gróðursettar um 45 þúsund tegundir plantna. Meðal þeirra eru flestallar hinna merkari lækninga- og yrki- plantna jurtaríkisins. f sambandi við grasagarðinn rekur landbúnaðar- og fiskimálaráðuneyti Breta stórar rannsóknarstofur, og er varið til þeirra einna sem svarar til 5 milljóna ísl. króna. Hafa þessar stofnanir 6

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.