Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 26

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 26
86 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN sá sjaldnast handa skil, en þó grillti snöggvast niður undir gígbotn, og voru gígveggirnir gulflekkóttir af brennisteini. Hinn 22. júlí mældi Steinþór Sigurðsson hæð Toppgigs frá Galta- læk, og reyndist hún þá 1503 m y. s., en 2. september gengum við Árni Stefánsson aftur á gíginn og mældum hann nokkuð nákvæm- lega utan og innan. Sýnir meðfylgjandi teikning snið frá NV til SA eða þvert á gossprungustefnuna. Þvermál gígsins í þá stefnu er 170 m, en í sprungustefnuna 215 m, mesta dýpt nær 80 m, halli gígveggja að utan 30°—32°, en brattinn nokkru meiri að innan og sums stað- ar þverhnípi, botninn sléttur, en um 10 m frá botni er stallur 8 m breiður með austurvegg og mun liklega á tímabili hafa verið hraun- tjörn i gígnum upp í þessa hæð. Austurbarmur er 23 m lægri en vesturbarmur. Rúmmál gígsins (að skálinni frádreginni) er um 5 milljónir rúmmetra. 2. og 3. mynd eru báðar teknar haustið 1948, en síðan hefur Topp- gígur tekið furðu litlum breytingum, þótt Axlargígur hafi á sama tíma hrunið mjög saman. Má þó vera, að Toppgígur hafi lækkað 2—3 metra, því að eitthvað hefur hrunið úr vesturbarminum. Enn bræðir gigurinn snjó utan af sér, og er því mest áberandi á vetrum, þegar fjallið er snævi þakið. Dálitla gufu leggur enn úr gígbörm- unum, en botninn er kaldari, því að hinar heitu gufur eiga hægara með að þrengja sér upp gegnum gígveggina, sem eru að miklu leyti úr gosmöl, en upp í gegnum hraunið undir gígbotninum. Nokkur snjór safnaðist í gígbotninn þegar veturinn 1947—48, en í septem- ber 1952 var gígurinn þó snjólaus. Eins og fyrr getur, hefur Hekla breytt nokkuð um svip við síðasta gosið. Hvort hún hafi frikkað eða ófríkkað skal ósagt látið. En víst er um það, að víðsýnna er nú af „tindi Heklu hám“ en áður, og merkilegra er um að litast á háhrygg fjallsins en fyrir gosið. Vil ég eindregið ráða þeim, sem ekki hafa gengið á Heklu, að gera það, og það fremur fyrr en síðar. Þá mun ekki iðra. SUMMARY: The Geology of Iceland I. The Summit Crater on Hekla. The most conspicuous change in the shape of Hekla caused by her last eruption was the formation of the new Summit Crater (Icel. Toppgígur) which increased the height of the mountain from 1447 to 1503 metres. This crater was active from tlie very beginning of the eruption but its activity was very variable. Until April 13th it mostly erupted at long intervals but on that day the activity was intensi-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.