Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 29

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 29
UM HREIÐURGERÐ ÍSLENZKA FÁLKANS 89 sprungum hntt uppi í standbjörgum og klungri, þar sem enginn mað- ur kemst að hreiðrum þeirra. Annars er ástalíf þeirra áreiðanlega flókið og þó til fyrirmyndar. 1 júní síðastliðnum rakst ég á snjótittlingshreiður á sem sléttum mel á reginfjöllum, þar sem þykkur gaddur lá yfir miklum hluta af landinu.í nágrenni. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum og gerði mér aftur ferð að hreiðrinu stundu síðar til að athuga það. (Hreiðrið var skammt frá greni.) Sá ég þá á eggjunum og hinni hag- anlegu hreiðurgerð, að hér var ekki um að villast. 1 órafjaidægð var hvergi sjáanlegur klettur eða lítil varða, þar sem hin hrausta og hug- aða móðir hefði mátt finna betri bústað. 1 „Fuglamir“ (Islenzk dýr III) segir Dr. Bjarni Sæmundsson um hreiðurgerð íslenzka fálkans (bls. 274): „Hreiðrið er flatur „laupur“ líkur „bálki“ hrafnsins (sem fálkinn stundum gerir sér að góðu að verpa í líkt og hrafninn í gamalt valshreiður) gerður úr lurkum og kvistum og einhverju mýkra undirlagi undir eggin.“ f „Árbók Ferðafélags lslands“ 1939, bls. 46, lýsir Magnús Björns- son, fuglafræðingur, hreiðurgerð íslenzka fálkans á þessa leið: „Fálk- inn velur sér varpstað á svipuðum slóðum og hrafninn og hreiður- gerð þeirra er svo lik, að aðgæzlu þarf til þess að þekkja hreiðrin í sundur. Það er helzt til aðgreiningar, að hreiðurbollinn sjálfur er grynnri og að jafnaði betur fóðraður innan úr ull, mosa og öðrum mjúkum efnum en hjá krumma, enda verpa þeir oft í gömul hreið- ur hver frá öðrum.“ 1 The Handbook of British Birds (III. h., 6. út.g., bls. 6) segir aftur á móti eftii'farandi um hreiðurgerð íslenzka fálkans: „Oft ekkert eig- inlegt hreiður utan fáeinar greinar, stönglar og samsafn af kökkum, driti, fjöðrum og úrgangi veiðifanga, en stundum raunveruleg hreið- ur, byggð úr lynggreinum og sprekum, og er þá næstum örugglega um hrafnshreiður að ræða.“ Og i sömu bók (bls. 8) er eftirfarandi lýsing á hreiðurgerð græn- lenzka fálkans: „Engin, en þegar orpið er á sama stað ár eftir ár, safnast þar saman drit og fæðuúrgangur, kekkir, bein, fjaðrir eða skinntætlur, svo að úr verður stór gulhvít hella, er stundum sést úr 3 km fjarlægð.“ Samkvæmt lýsingum íslenzku náttúrufræðinganna virðist ekki leika á tveim tungum, að hreiðurgerð íslenzka fálkans sé mikið og veglegt „smiði“ eins og hjá hrafninum. Hins vegar stangast þetta mjög við hinar ensku lýsingar, og varð þetta til þess, að ég vildi leggja orð í

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.