Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 31
UM HREIÐURGERÐ ISLENZICA FÁLKANS 91 klettastalli, skeið eða þræðingi, eins og margir kalla, inn undir kletti, þar sem lóðrétt bjarg er neðan við, með öðrum orðum: ávallt í skjóli og vari fyrir úrkomu, sem fellur lóðrétt niður, og oft í bjargi, er slút- ir langt fram yfir sig, er hreiðurbollinn grafinn mjög grunnt eða ná- lægt hálfri þykkt eggjanna og stundum varla það, í sand og möl eða samrunna mold og möl og sand með óverulegum hring úr sinustráum og fúnum viðartægjum, en oftast meira af gömlum fjöðrum og smá- beinum úr fuglum, sömuleiðis ofurlitlum dún, þ. e. stökum fjöðrum, er fálkinn reitir af sér (hreiðurbletturinn), þegar hann fer að liggja á eggjunum. Hreiðurbollinn sjálfur er oftast nœstum ber sandurinn og mölin, þegar um nýbyggingu er að ræða í hömrum, þar sem eng- inn gróður er til. Mjög fljótt myndast þó þar í næsta nágrenni mosi og grastoppar, er frá líður, og gerir það vistlegra, ásamt matarúrgangi, vængjum, beinum o. fl., sem er lengi að fúna, í og umhverfis hreiðr- ið, því að næstum allt drit unganna fer veg allrar veraldar, þ. e. nið- ur fyrir hreiðrið. Sést það oft langar leiðir, eins og dvalarstaðir (nátt- ból) fullorðinna fugla á vetrum (sbr. fyrrnefnda lýsingu á hreiður- gerð grænlenzka fálkans). Aftur á móti finnst mér þrifnaðurinn hjá hrafnafjölskyldunni miklu lakari. Þykir mér líklegt, að hrafninn hafi það á bak við eyrað, ásamt fleiru, þegar hann velur og reisir bústaðinn. Langoftast virðast mér fálkar hafa orpið hér síðari hluta aprílmán- aðar í sæmilegu árferði, og er þá auðvitað ekki tekið til greina siðara varp, þegar fyrstu eggjunum er rænt. Aldrei hef ég séð hreiðurblett á karlfálka á varptíma, þótt verið geti, að þeir annist eitthvað eggin. Á móti því mælir þó það, að mjög oft hef ég séð fálka á hreiðri og ætíð talið það kvenfuglinn, eftir útliti, stærð og litarhætti. Oft hef ég séð karlfuglinn sitja rétt hjá frúnni (snemma á morgnana) tím- unum saman, og venjulega er hann á verði skammt frá. Allan álegu- timann er mér nær að halda, — a. m. k. síðari hluta hans — að for- eldramir víki aldrei frá hreiðrinu samtímis. Eins hef ég oft séð, að fálkahjónin skiptast á um að sitja hjá ungunum fyrstu 2—3 vik- urnar og víkja aldrei frá þeim. En langoftast hefur það verið móðirin. Munurinn á hreiðurgerð íslenzka fálkans og krumma er því mjög mikill. Hreiðurgerð krumma lýsi ég ekki hér, enda alþekkt. En allir silkisokkarnir, sem hurfu eitt sinn af þvottasnúru á Raufarhöfn til hugarangurs eigendunum, tvibönduðu vettlingarnir, sjálfskeiðungarn- ir, matskeiðarnar, tóbaksponta silfurbúin o. m. fl., er fundizt hefur í hrafnshreiðrum, talar sínu máli um byggingarlist krumma og „smekk- vísi“. Allt slíkt er fjarri fálkanum íslenzka. En þegar hann sér, að

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.