Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 34

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 34
94 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ist við nánari athugun merkilegri en nokkurn hafði órað fyrir. Rann- sókn prófessorsins leiddi þegar í ljós, að hann var af þeim flokki frum- stæðra fiska, er nefnast crossopterygii, og eru þeir náskyldir ferfæt- lingum (tetrapoda), forfeðrum ferfættra dýra. Nánar tiltekið var fisk- urinn af ættkvíslinni coelacanthidae, en hún lifði lengst þessara frum- stæðu fiska, en hefur þó verið talin fullkomlega útdauð síðan í lok Krítartímabilsins, þ. e. síðustu 70 ármilljónirnar eða um það bil. Ein fröken Latimer varð á sú makalausa skyssa, hvort sem það nú var af kvenlegri hreinlætisást og hirðusemi eða einskæru hugsunarleysi, að henda innýflunum og mestu af holdi fisksins, sem farið var mjög að slá í, en það voru einmitt innýflin, sem prófessorinn hefði viljað skoða. Ytra útlit fisksins var jú sæmilega þekkt af steingervingum, en hins vegar var það órættur óskadraumur allra forndýrafræðinga að sjá innýfli slíkra dýra, því að um þau verður sjaldnast neitt ráðið af steingervingum. Ekki hefur prófessor Smith þó verið sneyddur öll- um „húmor“, því að hann skírði fiskinn í höfuðið á aðstoðarstúlku sinni, og heitir tegundin nú Latimeria chalumnæ, og veit ég ekki, hvort stúlkan hefur glaðzt eða grátið yfir því, að þessi merkilegi, en ófrýnilegi fiskur var við hana kenndur. Brátt skall heimsstyrjöldin á, og náttúrufræðingar sem aðrir fengu um annað að hugsa en frumstæða fiska. En þegar eftir stríðið var hafizt handa um það að reyna að ná i fleiri fiska þessarar tegundar. Enginn leiðangur var þó beinlínis gerður út í þessum tilgangi, en ég get mér til, að danski GaZaí/zea-leiðangurinn hafi gert sér nokkrar vonir um að ná þessum fiski, því að sá leiðangur var óvenju vel útbú- inn til að veiða djúpfiska. Ekki heppnaðist það þó. En prófessor Smith hafði úti allar klær við að ná nýju eintaki af fiskinum. Hann lét m. a. dreifa um strandbyggðir Austur-Afríku mörgum flugmiðum með texta á frönsku, ensku og portúgölsku og með mynd af Latimeria, og var 100 sterlingspundum heitið í verðlaun þeim, sem fyrstur kæmi með slikan fisk. Þetta bar að lokum árangur. Hinn 20. desember síðastliðinn tilkynnti sjómaður, Ahmed Hússein að nafni, að hann hefði veitt sams konar fisk á öngul á 20 m dýpi utan við eyjuna Anjouan í Comoro-eyjaklasanum norðvestur af Mada- gaskar. Nú var skjótt brugðið við. Prófessor Smith flaug þegar til Comoro-eyja í Dakotaflugvél, er Malan, forsætisráðherra, setti undir hann til ferðarinnar, og sótti fiskinn. Fiskur þessi, sem var jafnlang- ur þeim fyrri og vó 50 kg, reyndist sömu ættar og Latimeria og mjög líkur, en þó nægilega frábrugðinn til þess, að prófessor Smith telur

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.