Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 35
,ÚTDAUÐIR“ FISKAR 1 FULLU FJÖRI 95 Prófessor J. B. L. Smith (berhöfðaður) með eintakið af Malarda anjouanœ. (Ur 111. London News). hann sérstakrar tegundar og hefur nefnt hann a. m. k. til bráðabirgða Malania anjouanœ, eftir forsætisráðherranum og fundarstaðnum. Fisk- urinn var farinn nokkuð að skemmast, er Smith náði i hann, en þó mun hægt að gera allgóða rannsókn á innýflunum, og raunar er tal- ið, að ekki líði á löngu, þar til er hægt verði að ná i fleiri fiska. Það kom nfl. í ljós, að fiskar af þessu tagi veiðast næstum árlega af inn- fæddum á þessum slóðum, en enginn þeirra, er þar veiddu, hafði hugsað út í, að um svo merkilega skepnu væri að ræða. Það kom jafn- vel til tals í dönskum blöðum í vetur að gera út fiskibát til að reyna að ná í lifandi fisk af þessu tagi, er sýna mætti i sjóbúri nú í sumar, en þá er alþjóðaþing dýrafræðinga í Höfn. Það væri ekki dónalegt að geta sýnt þeim lærðu lieri'um, er þangað koma, lifandi fisk, er „dó út“ fyrir nær 70 milljónum ára. Ekki mun þó hafa orðið úr þessari ráða- gerð. En fundur þessara frumstæðu fiskategunda sýnir ljóslega, hversu mikið vantar enn á það, að dýralif úthafanna sé nægilega rannsakað.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.