Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 38

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 38
98 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Vísa um Iandskjálftann 1896. Guðmundur Thoroddsen, prófessor, kenndi mér nýlega visu um landskjálftann mikla á Suðurlandi 1896. Vísan er svohljóðandi: Á Bakkanum neðra býsna fast bylgjan örlaga hlunkar, en efra við það öldukast í Ingólfsfjalli dunkar. öll í Flóanum hristast hús, hræðilega þá geltir Duus, en séra Siggi krunkar. Ekki veit ég nein nánari skil á vísu þessari, en þætti gaman að vita, ef ein- hver gæti mig um frætt. Mér þætti og fróðlegt að fá frá þeim, er kunna kynnu. visur eða kviðlinga um aðrar náttúruhamfarir, svo sem eldgos, jökulhlaup, skriðu- föll, snjóflóð eða annað þess háttar. — S. Þ. Hæð Háafoss í Þjórsárdal. Siðastliðið sumar mældi Steingrimur Pálsson, mælingamaður hjá Raforkumála- skrifstofunni, hæð Háafoss í Þjórsárdal, sem ekki hefur áður verið nákvæmlega mæld. Reyndist hún vera 121.6 m (ekki 126 m, eins og stóð í einhverju dagblað- anna), S. Þ. Silungur í Ljótapolli. Á frídegi verzlunarmanna 1951 fór ég við annan mann inn á Landmannaafrétt til að veiða silung í Ljótapolli eða Stóra Víti. Ég var búinn fyrir nokkrum árum að sjá, ofan af gígbarminum, hringi myndast liingað og þangað í vatnsborðinu og hugði það vera loftbólur eða jafnvel silung. Svo reyndist og vera, því að um þessa helgi veiddum við yfir 60 silunga, sem voru 2—3 punda, tvær gerðir, en alveg sams konar fiskur og í Fiskivötnum. I tveimur fiskum fann ég silungsseiði um 8—10 sm löng og sá nokkur seiði í vatnsskorpunni alveg við land. (Ur bréfi frá Agli Kristbjörnssyni, Reykjavik, dags. 14. maí 1953).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.