Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 39

Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 39
Sigurður H. Pétursson: Skýrsla um Hið íslenzka náttúruírœðifélag 1950—1952 Fclagsnicnn Auk þeirra, sem getið er í skýrslunni fyrir árið 1949, lézt á því ári Th. Thom- sen, vélsmíðameistari. Árið 1950 létust þessir félagsmenn: Eggert Claessen, hæstaréttarlögmaður, Jó- hannes Jóhannesson, fyrrv. bæjarfógeti (heiðursfélagi), Sigfús Blöndal, bókavörður, og Sigurleifur Vagnsson, starfsmaður við Atvinnudeild Háskólans. Einn maður sagði sig úr félaginu, 6 voru strikaðir út af félagsskrá vegna vanskila, en 7 gengu i félagið, þar af einn ævifélagi. f árslok 1950 var tala félagsmanna þessi: Heiðurs- félagar. 6, kjörfélagar 2, ævifélagar 112 og ársfélagar 156, alls 276. Árið 1951 létust þessir félagsmenn: Bjarni Jónsson, kennari, Davíð Jónsson, hreppstjóri, Jakob H. Líndal, bóndi og náttúrufræðingur, Pétur Eyvindsson, tré- smiður, og Steingrímur Arason, kennari. Fimm menn vom strikaðir út af félags- skrá, en i félagið gengu 9 manns, þar af einn ævifélagi. Tala félagsmanna í árs- lok 1951 var þessi: Heiðursfélagar 6, kjörfélagar 2, ævifélagar 112 og ársfélagar 155, alls 275. Árið 1952 létust þessir félagsmenn: Herra Sveinn Björnsson, forseti íslands, Ágúst H. Bjarnason, jjrófessor, Erlendur Árnason, trésmiður, Sigurður Kristjánsson, bóksali (heiðursfélagi). Tiu menn gengu úr félaginu eða voru strikaðir út, en í félagið gengu 51 maður, þar af einn ævifélagi. Tala félagsmanna í árslok 1952 var þessi: Heiðursfélagar 5, kjörfélagar 2, ævifélagar 111 og ársfélagar 194, alls 312. Vegna rúmleysis í Náttúrufræðingnum i ár, verður félagatalið að bíða til næsta árs, enda verður skýrslan þá styttri en nú, þar sem hún verður aðeins um eitt ár. Stjórnendur og aðrir Stjórn félagsins: 1950—1952 Sigurður H. Pétursson, dr. phil. (for- maður) Guðmundur Kjartansson, mag. scient. (varaformaður) Ingimar Öskarsson, grasafræðingur (rit- ari) Gunnar Árnason, búfræðikandidat (fé- hirðir) Ingólfur Daviðsson, mag. scient. (með- stjórnandi) starfsnienn fclagsins Veturinn 1950—1951 gegndi Guð- mundur Kjartansson formannsstörfum i fjarvem Sigurðar H. Péturssonar. Varamenn í stjórn: 1950 Jón Eyþórsson, veðurfræðingur Sturla Friðriksson, mag. scient. 1951 Jón Eyþórsson, veðurfræðingur Gísli Gestsson, safnvörður 1952 Sturla Friðriksson, mag. scient. Gísli Gestsson, safnvörður

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.