Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 40
100 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Endurskoðendur reikninga: 1950—1952 Ársæll Árnason, bókbindari Ólafur Þórarinsson, verzlunarmaður Kristján Á. Kristjánsson, kaupmaður (til vara) Ritstjórar NáttúrufrœSingsins: 1950—1951 Sigurður Þórarinsson, fil. dr., og Hermann Einarsson, dr. phil. 1952 Sigurður Þórarinsson, fil. dr. AfgreiSslumaSur NátturufrœSingsins: 1950—1952 Stefán Stefánsson, verzlunarmaður Stjórn MinningarsjóSs Eggerts Ölafssonar: 1950—1952 Pálmi Hannesson, rektor (formaður) Árni Friðriksson, mag. scient. (ritari) Guðmundur Kjartansson, mag. scient. (féhirðir) Varamenn: Sigurður H. Pétursson, dr. phil. Ingólfur Davíðsson, mag. scient. Aðalfundir Aðalfundur fyrir árið 1950 var haldinn í 1. kennslustofu Háskólans laugardag- inn 24. febrúar 1951. Fundinn sátu 11 félagsmenn. Fundarstjóri var kjörinn Finnur Guðmundsson, dr. rer. nat., og fundarritari Óskar Ingimarsson, stud. art. Kosin var stjórn fyrir árið 1951, 2 varamenn í stjóm og endurskoðendur reikninga. Rætt var um útgáfu félagsskýrslunnar og um náttúruvemd. Aðalfundur fyrir árið 1951 var haldinn í 1. kennslustofu Háskólans laugardag- inn 9. febrúar 1952. Fundinn sátu 14 félagsmenn. Fundarstjóri var kjörinn dr. Finnur Guðmundsson, og fundarritari Ólafur Þórarinsson, verzlunarmaður. Kosin var stjóm fyrir árið 1952, 2 menn í varastjórn og endurskoðendur reikninga. Gerð var sú breyting á lögum félagsins, að Náttúrufræðingurinn var gerður að félags- riti. Var félagsgjaldið um leið hækkað úr kr. 10,00 og upp i kr. 40,00 á ári, en ævifélagsgjaldið úr kr. 100,00 og upp í kr. 800,00. Rætt var um þátttöku félagsins í gróðursetningu trjáplantna í Heiðmörk. Vegna lagabreytinganna, sem gerðar voru á þessum fundi, eru lög félagsins með áorðnum breytingum birt hér á eftir þessari skýrslu. Aðalfundur fyrir árið 1952 var haldinn í 1. kennslustofu Háskólans laugardag- inn 14. febrúar 1953. Fundinn sátu 29 félagsmenn. Fundarstjóri var kjörinn dr. Finnur Guðmundsson og fundarritari Ástvaldur Eydal, fil. lic. Kosnir vom i stjórn fyrir árið 1953 þeir Sigurður H. Pétursson, Gunnar Árnason, Guðmundur Kjart- ansson, Ingólfur Davíðsson og Ingimar Óskarsson, allir endurkosnir. Varamenn í stjórn vom einnig endurkosnir, þeir Gisli Gestsson og Sturla Friðriksson. Endur- skoðendur reikninga vom sömuleiðis endurkosnir, þeir Ársæll Árnason, Ólafur Þór- arinsson og Kristján Á. Kristjánsson. Samþykkt var að gjöra Þorstein Kjarval að heiðursfélaga í tilefni af drengilegum stuðningi við Náttúrufræðinginn. Samkomur og fræSsluferðir 1950 Félagið gekkst fyrir 8 samkomum í 1. kennslustofu Háskólans. Þar vom þessi erindi flutt: 2. janúar: Hermann Einarsson, dr. phil.: „Sildarrannsóknir á árinu 1949“. 30. janúar: Sigurður H. Pétursson, dr. phil.: „Visindi og stjórnmál. Erfðakenn- ing Lysenkos".

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.