Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 11

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 11
SUÐRÆN SKÓGARTRÉ 57 2. mynd. Eik (Q. robur). Mollestad. Birkenes. Noregi. Hæð 14,7 m, ummál við jörðu 10,1 m. (O. Hansen). areik vaxa villtar í vestanverðri Evrópu. Sumareikin er algengust. Hún er mikið tré og virðulegt, gildvaxin mjög og greinamikil, oft 20—30 m há. Til eru jafnvel 45 m háar eikur í Mið-Evrópu. í Sví- þjóð er talið að til séu um 40 eikartré, sem eru 6 m eða meira að ummáli bols í brjósthæð. Gildasti stofninn mældist 12,75 m að um- máli. Berið það saman við innanmál herbergis. Eikur ná hæstum aldri allra norrænna trjáa. Til eru eikartré eldri en íslandsbyggð og allmörg, sem vaxin voru úr grasi á dögum Snorra Sturlusonar, laufg- ast enn árlega. Danska „konungseikin" er talin 1200—1500 ára. Bolur hennar er 14 m að ummáii og geta 20 manns staðið innan í honum í einu. Sá sem gróðursetur eikartré „alheimtir ekki daglaun að kvöldi.“ Sonarsonur hans fellir e. t. v. eikina og hefur not af viðnum. Enda er haft eftir frægurn skógræktarmanni, þegar dáðst var að eikar- lundi hans: „Það er auðvelt að rækta góðan eikarskóg. Grundvall- aratriði er gott fræ og síðan þarf að veita trjánum umhyggju í svo sem 150 ár.“ Eikarviður er allmikið notaður hér á landi, enda endingar- góður, harður og þungur viður, sem þolir vel áhrif veðra og.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.