Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 21

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 21
FRÁ JÖKULSÁRLÓNI Á BREIÐAMERKURSANDI 6 máli að með töldum þeim liluta þess, sem fljótandi jökull þekur. Þeim mun meira sem það stækkar, því meiri sjór flæðir inn í það í stórstraumsflóðum, því saltara og hlýrra verður það, og því stríð- ari verða sjávarfallastraumarnir í ósnum (sem enn heitir Jökulsá) og afl hans til að grafa sig niður vex að sama skapi. Búast má við, að á næstu árum taki sjór að flæða inn í Jökulsárlón með hverju að- falli, jafnvel þegar smástreymt er, og hlýtur selta þess og hlýja þá enn að aukast að miklum mun. Allt ber að sama brunni um það, að heldur óvænlega horfi fyrir Breiðamerkurjökli og hann muni — að óbreyttu árferði — gjalda mikið afhroð í náinni framtíð. Jóhannes Sigfimisson: Bárugarðarnir við Mývatn Það hafa vakið eftirtekt margra, sem ferðast meðfram Mývatni, einkennilegar jarðmyndanir, er þar sjást á nokkrum stöðum. Öldu- myndaðir jarðhryggir liggja þar margir saman hlið við hlið, líkt því að öldurnar utan af vatninu hafi runnið þar langt upp á land og orðið þar að föstum jarðefnum. Þ. Thoroddsen lýsir þessu svo í Ferðabók sinni I. bindi, bls. 287: „Á milli tveggja gígaþyrpinga er á einum stað vestur við Vindbelg, vík upp í landið og stór grasivax- inn völlur; er þar skrítið að sjá jarðveginn, því um sléttuna endi- langa ganga grasivaxnar jarðbylgjur, hver upp af annarri í boga eftir strönd víkurinnar. Þetta eru ótal gamlir grasivaxnir malar- rindar hver upp af öðrurn, fremsti malarkamburinn er ber úr hraun- molum, sem vatnið hefur brotið úr gígunum í kring.“ Þannig lýsir Þ. Th. bárugörðunum við Mývatn. Sá staður, sem þarna er um að ræða, heitir Belgjarbára. Það er ekki rétt hjá Þ. Th., að „báran“ sé „á milli tveggja gígaþyrpinga", gígarnir eru aðeins að austan, en að vestan er grasivaxinn hrauntangi, sem gengur nokk- uð fram í vatnið og heitir Stekkjarnes. Hér í Mývatnssveit hafa verið uppi ýmsar skoðanir um það, hvernig garðarnir mynduðust, en af því myndun þeirra heldur enn þá áfram, ákvað ég að reyna að afla mér vitneskju um, hvernig

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.