Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 23
BÁRUGARÐARNIR VIÐ MÝVATN 69 myndunin færi fram. Valdi ég til athugunar Belgjarbáruna, sem er þeirra stærst og að mörgu merkilegust. Þ. Thoroddsen segir í Ferðabókinni I. b. bls. 289: „Hinir fornu malarrindar og fjöruborð nærri Vindbelg og við útrennsli Laxár sýna, að Mývatn einhverntíma befur verið dýpra og stærra.“ Og ennfremur segir þar: „í sóknarlýsingu Skútustaða segir séra Jón Þorsteinsson í Reykjahlíð, að menn baldi að Mývatn hafi við gosin 1724—1730 grynnkað „í klof eða undir bendur á meðal manni“ og marka menn það af öldugörðum, sem víða sjást kring' um vatnið. Malarrindarnir eru þó víst að öllum líkindum miklu eldri.“ Ég held að malarrindarnir eða bárugarðarnir (eins og Mývetn- ingar nefna þá) gefi enga bendingu um, að Mývatn bafi áður verið dýpra eða stærra, svo nokkru nemi. Að vísu eru bárugarðarnir allir þar, sem vatn liefur verið áður, þ. e. þar hafa áður verið víkur, sem fyllst hafa af gjallmöl og sandi, er vatnið hefur þvegið úr gígum, sem hafa gengið fram í það. Vatnið hefur því stækkað við að eyða af gígunum, svipað og það hefur minnkað við að fylla víkurnar. Það er á sumrin, þegar vatnið er autt, sem sandurinn og mölin berst inn í víkurnar. Þar eru stormar og straumar að verki. Það er aftur á móti á vetrum, þegar ís er á vatninu, sem bárugarðarnir myndast. Það verður á þann hátt, að við útþenslu á ísnum þrýstist ísbrúnin inn í sandfjöruna, lengra og lengra eftir því, sem ísinn þykknar og þenst út, jafnframt beygist ísbrúnin upp á við og þrýst- ir sandi og möl á undan sér. Jarðvegurinn og fjaran er þá frosin, frostlagið oft þykkt. ísinn sprengir frostlagið upp í srnærri og stærri stykki, sem hann ýtir svo á undan sér lengra og lengra upp á land, þar til kominn er allhár garður af þessu hröngli eftir endilangri fjörunni. Meðan allt er frosið, líkist þessi garður úfnum hraun- I. 7. des. 1952. ísinn er farinn að þrýstast inn í mölina í fremstu bárunni, frostskánin er farin að lyftast og springa. II. 6. marz 1953. ísinn er búinn að sprengja sundur fremri báruna og ýta henni á þá næstu. ísbrúnin stendur upp úr ruðningnum. III. 4. júli 1953. Allur klaki og frost er horfið úr mölinni, og tvær bárur orðnar að einni. Sundurslitna línan sýnir yfirborðslínu báranna, áður en ísinn raskaði þeim. IV. 12. dgúst 1956. Núverandi lögun bárunnar. Brotnu línurnar sýna þær breyt- ingar, sem orðið hafa. Allir þverskurðirnir eru teknir á sama stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.