Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 25

Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 25
BÁRUGARÐARNIR VIÐ MÝVATN 71 3. mynd. Belgjarbára, austur endinn, séð suður yfir Syðri-Flóa. Bárugarðurinn, sem er næst vatninu, er hæstur. Ljósm.: Björn Björnsson. gengur hátt á land, getur aftur á móti sameinað tvo eða fleiri bárugarða, sem áður voru myndaðir, og gert úr þeim einn garð, hærri og breiðari en þeir fyrri voru. Eftir því sem víkin fyllist meir af sandi, hækka og stækka báru- garðarnir. Innst í víkinni eru garðarnir lægstir, því að þar var ísinn aflminni, nesin báðum megin við víkina drógu úr afli hans. Þegar utar dró í víkina varð ísinn aflmeiri, enda var þá farið að eyðast af gígunum, sem mynduðu víkina, svo að þeir veittu ísnum minna viðnám. Við Ytri-Flóa í Mývatni eru nálega engar bárugarðamyndanir, enda er hann miklu minni en Syðri-FIói, og auk þess vanta flest önnur skilyrði til þess, að þar geti myndast bárugarðar. Aftur á móti eru þessar myndanir allvíða við Syðri-Flóa. Milli Skefilshóla og Vagnbrekku er eitt bárugarðasvæðið, sem er sérstætt að því leyti, að það er miklu hærra yfir vatnsborð Mývatns en nokkurt annað bárugarðasvæði. Þetta heitir Skefilshólabára. Austan við Vagn- brekku er lítil bára, sem er áföst við Skefilshólabáru, en miklu lægra yfir vatnsborðið, og á milli Skefilshóla og útrennslis Laxár er Rifsbára, ein af allra lægstu bárum við vatnið. Einkennilegt er,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.