Náttúrufræðingurinn - 1957, Qupperneq 28
74
NÁTTÚRUFRFÆÐINGURINN
eins og t. d. hitabeltisskelin Tridacna gigas, er getur orðið 1,2 m
að lengd og vegur þá um 225 kg.
Það er skiljanlegra en skýra þurfi, að skeldýralífið sé fátæklegra í
kaldari höfum heldur en hlýjum og ekki með eins miklum glæsi-
brag. Hvað ísland snertir í þessu efni, þá er landgrunnið okkar auð-
ugra af skeldýrum en margur kann að ætla.1) Og víst er um það, að
hús margra þessarra dýra eru skemmtilega falleg á að líta, og mun
ég síðar í grein þessari segja frá ýmsum litprúðum tegundum. Hátt
á þriðja hundrað tegundir eru hér við land, sú stærsta allt að 17 cm
há, en það er ægisdrekkan (Lima excavata); auk þess eru 23 tegundir
skelja og snigla á landi, sumar á þurrlendi, aðrar í mýrum eða
tjörnum.
Nú kunna menn að spyrja: Á hvern hátt verða dýr þessi mönnun-
um til gagns og gleði? Eru þau til annarra nytja en að gerast kvið-
fylli vissra fiskitegunda sjávarins? Jú, vissulega. Móðir vor náttúra
er hér sem oftar ótrúlega örlát, en því miður kunnum við menn-
irnir ekki alltaf að hagnýta okkur þetta örlæti á skynsamlegan hátt.
Og þannig er það með skeldýrin. Skulu nú þessi atriði rædd nokkru
nánar.
Hagnýt þýðing skeldýra getur verið aðallega með þrennum hætti:
1. Sem fæða fyrir menn og skepnur.
2. Til framleiðslu ýmissa iðnaðar- og söluverðmæta.
3. Til margs konar skreytingar og notkunar í daglegu lífi.
Flestir, sem komnir eru til vits og ára, hafa heyrt minnst á ostrur.
Ostrur teljast til samloknanna; hafa þasr í sumum löndum Norður-
álfu verið notaðar til matar um þúsundir ára. í Danmörku hafa t.
d. fundizt í hinum svo nefndu Kökkenmöddinger (sorphaugum)
mikið af tómum ostruskeljum ásamt kræklingaskeljum og hjarta-
skeljum, er geymst hafa frá þeim tímum, er steinaldarþjóð byggði
landið. Bendir þetta ótvírætt til þess, að ostran hafi ekki verið svo
óalgeng fæða meðal steinaldarmanna. Og sennilegt er, að neyzla
hennar hafi aldrei lagzt niður með öllu. Nú er dýr þetta sjálfsagð-
ur réttur á borðum, að minnsta kosti í betri veitingahúsum, bæði
vestan hafs og austan. Áður fyrr var skelin veidd villt, en nú láta
menn sér það ekki nægja, heldur rækta hana í stórum stíl.
Um 100 núlifandi tegundir eru til af ostrum, en fæstar þeirra eru
1) Sjá: Ingimar Óskarsson: íslenzkar sæskeljar, Náttúrufr., 22: 1—18.