Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 31
HAGNÝTING SKELDÝRA
77
1. mynd. Kræklingur (M. edulis). a, sýndur frá
vinstri hlið. b, innra borð beggja skelja.
reyndist tilraun þessi vel; en því miður var þessu hætt af ástæðum,
sem mér eru ókunnar. Kræklingsrækt ætti að vera auðveld hér við
land; en nauðsynlegt er að hafa sérfróðan mann til þess að ryðja
lienni braut. Frakkar hafa að minnsta kosti sýnt það og sannað, að
framleiðsla sem þessi er enginn hégómi. í sumum löndum Evrópu
er talið, að eftirspurnin sé meiri en framboðið, og ætti því að vera
auðvelt að gera skeldýr þetta að markaðsvöru, ef vel væri á haldið.
Þá skal ég minnast á aðra skeltegund hér við land, sem mikla
þýðingu hefur haft íyrir íslenzka fiskimenn; ég á þar við kúfskel
(Cyprina islandica). Það er kunnara en frá þurfi að segja, að skel-
fiskur þessi var hafður sem agn fyrir nytjafiska, þegar enga aðra
beitu var að fá. Þau verðmæti, sem dregin hafa verið úr sjó með
þessum hætti, verður aldrei hægt að meta til fjár. Kúfskelin er þykk-
skelja, kringluleit tegund og getur orðið um 12 cm að lengd, hún
er svo að segja algeng umhverfis land allt á 5—100 m dýpi (stöku
sinnum dýpra); mest magn mun þó vera af henni í fjörðunum norð-
an og norðvestanlands. Tegundin er útbreidd allt frá Hvítahafi