Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 32
78
NÁTTÚRUFRFÆÐINGURINN
suður með ströndum Evrópu og inn í Biskayaflóa. Við austurströnd
Ameríku nær hún frá Labrador og suður að Hatterashöfða í Norð-
ur-Karolína. Kúffiskur hefur óvíða verið notaður til matar, en er
þó sæmilegur matfiskur. Ameríkumenn, sem nefna skelina Ocean
quahog, hafa þó ofurlítið veitt af henni; nota þeir fiskinn einkum
saxaðan í jafning. Helzta tilraunin, sem hér hefur verið gerð með
hagnýtingu kúffisks til manneldis, fór fram árin 1952 og 1953, þeg-
ar Samband íslenzkra Samvinnufélaga flutti út full 5 tonn af fisk-
inum frystum. Æskilegt væri, að frekari tilraunir væru gerðar í
þessa átt, svo og að veiða skelina til hagnýtingar til manneldis hér
á landi.
Hér við land eru fleiri skelfisktegundir, sem hægt væri að mat-
búa, en órannsakað er, hvort þær finnast í svo ríkum mæli, að það
borgaði sig að stunda veiði á þeim. Má t. d. nefna í því sambandi
öðu, báruskel og hörpudisk. Hörpudiskurinn (Pecten islandicus) er
hér í allríkum mæli í kalda sjónum, einkum við Vestfirði; er því
helzt þar að leita miða. Fiskur hörpudisksins er mjög ljúffengur, eins
og svo margra tegunda af diska-ættkvíslinni. Eru það aðallega Banda-
ríkjamenn, sem veiða tegundir af ættkvísl þessari. Svo sem P. irradi-
ans, er þeir nefna Bay Scallop, og P. magellanicus, er þeir hafa skírt
Large Sea Scallop. Hvorug þessarra tegunda á lieima í íslenzkum
sjó. Bay Scallop lifir á fremur grunnu og er auðvelt að veiða hann,
enda hefur hann gengið mjög til þurrðar upp á síðkastið. Verð-
mæti þess, er veitt var af honum árið 1945, var ríflega 872.400
dollarar. Large Sea Scallop er stærri tegund og heldur sig dýpra;
af henni veiddist þetta sama ár fyrir 1.387.200 dollara. Enn er ein
diska-tegund, P. diegensis, nefnd Butterfly Scallop. Heimkynni
hennar er Kyrrahafið á grunnsævi úti fyrir ströndum Kaliforníu.
Þar er skepnan veidd og etin, en þeir góðu menn þarna vestur í
Kaliforníu Oeygja öllum fiskinum nema dráttarvöðvanum, hann
eta þeir. Bandaríkjamenn veiða nokkrar fleiri tegundir matskelja.
Merkastar þeirra eru Hard clam (Venus mercenaria) og Soft clam
(Mya arenaria). Hvorug þessara skeltegunda er íslenzk, en sú síðar-
talda er sama ætternis og smyrslingur og líkist honum stundum
svo mjög, að þessum 2 tegundum hefur verið ruglað saman. Annars
er M. arenaria vel kunn frá austurströnd Atlantshafsins og líka úr
Kyrrahafi. Hard clam eða quahog eins og hún er stundum kölluð,
er nauðalík lítilli kúfskel fljótt á litið, en liturinn er ljósari. Verð-