Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 41

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 41
VARHUGAVERÐAR FRAMFARIR 87 illa muna, eru til í erfðafræðiritum, og þúsundir tilrauna í þrjá áratugi styðja þá sannfæringu erfðafræðinga, að hvers kyns geisla- áhrif og gegnumlýsing sé í hæsta máta varhugaverð, þótt nota megi hana til að koma í veg fyrir enn verri sjúkdóma, ef rétt er á haldið. Eitt nærtækasta dæmið er þó sennilega að finna í ný- legri ritgerð eftir þrjá japanska vísindamenn, sem gerðu athuganir á litþráðum könguljurtarinnar (Tradescantia paludosa), sem er náskyld pottablómi, er íslenzkur almúgi kallar „slingplöntu“. Sú jurt vex fljótt og er auðveld til rannsókna vegna þess, hve stórir litþræðir hennar eru, og er þar af leiðandi vel athuguð frá ýmsum sjónarmiðum frumufræðinnar. Þeir þrír Japanir, sem gerðu athug- anirnar, voru grasafræðingarnir Nobuneri Tanaka og Akie Sugi- mura, sem báðir hafa rannsakað í þaula frumur könguljurtarinn- ar árum saman, auk þess sem Tanaka er heimskunnur fyrir framúr- skarandi rannsóknir á frumum hálfgrasa og stara, en með þeim vann og geislafræðingurinn Hirotake Kakehi. Ritgerð þeirra fé- laga, sem birtist árið 1956 í sérstakri greinargerð í japönsku vís- indariti um áhrif kjarnorkusprenginga, hefst á þessa leið: „Kjarnorkunefnd Bandaríkjanna lét vetnissprengju falla á Bi- kini kóraleyjuna í miðju Kyrrahafi klukkan 3,40 f. h. þann 1. marz árið 1954. Gífurlegt magn af geislavirkri ösku, hið svonefnda Bi- kini-ryk, sem fokið hafði til himins við sprenginguna, féll um þrem stundum síðar á japanskan fiskibát, Fukuryu Maru númer 5, sem var á siglingu norður á bóginn á 167° 30' austlægrar lengdar á um það bil 12° norðlægrar breiddar (um 90 mílur norðaustur af Bikini-eynni). Tuttugu og þriggja manna áhöfn bátsins fékk á sig mikið ryk, og nokkrir mannanna þjáðust af geislabruna áður en komið var að landi í Yaigu höfninni í Shizuoka liéraðinu í Japan 14. marz 1954. Tveir sjómannanna, sem verst voru haldnir, voru lagðir á háskólasjúkrahúsið í Tokyo. Þar kom í ljós, að höf- uðhár þeirra var geislavirkt, svo að klippa varð það burt undir eins.“ Við nánari rannsóknir á hári þessarra sjómanna kom í ljós, að sápuþvottur hafði engin áhrif á geislunina, enda var rykið svo smátt, að korn þess voru ósýnileg berum augum. Þegar sú tilraun, sem hér er sagt frá, var gerð, hafði geislunin frá hárinu minnkað til muna, svo að hún var um 1 /20 þess, er hún var í upphafi, rúm- um mánuði áður en athugunin var gerð. Hún mældist þó aðeins

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.