Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 42
88 NÁTTÚRUFRFÆÐINGURINN 0,000356 mikrocurie á hvern millimetra af hári, en 0,6 til 0,4 mikro- curie voru notuð við tilraunina. Japönsku vísindamennirnir lögðu rætur af könguljurtinni í sand á milli tveggja laga af örlitlu af geislavirku hári og létu þær vaxa þar við eðlilegan hita og raka í 24, 48, 73 og 144 stundir, en stirfðu svo frumurnar og lituðu til athugunar undir smásjánni. Þeir skoðuðu gaumgæfilega um 260.000 frumur í 38 geisluðum rót- um og að auki í 178 rótum frá jurtum, sem voru verndaðar gegn öllum slíkum áhrifum til samanburðar. Fyrstu áhrif geislana er ætíð stöðvun á frumuskiptungunum, og svo varð og í þessum tilraunum, þótt aldrei hafi minna geislamagn verið látið verka á rætur í tilraunum. Stöðvunin var þó ekki alger, því að um helmingur frumanna hélt áfram að skipta sér þrátt fyrir geislunina. í þessum frumum kom í ljós, að þessi litla geislun olli helmingi fleiri brotum á litþráðum en eðlilegt var, þegar geislað var í sólarhring, þrefalt fleiri eftir tvo sólarhringa en ferfalt eftir þrjá sólarhringa og 13,3 sinnum eftir 144 stunda geislun, þrátt fyrir þá staðreynd, að geislaverkun hársins minnkaði um 9/10 hluta meðan á tilrauninni stóð. Höfundarnir draga þá ályktun af þessari og öðrum tilraunum, að geislun eða gegnumlýsing af öllu tagi geti aldrei verið svo lítil, að hún brjóti ekki litþræði. Venjulegir röntgengeislar hafa sambærileg áhrif á litþræði í engisprettum, sem Ameríkaninn J. G. Carlson athugaði 1941, og eins á litþræði ýmissa annarra jurta, sem Vestur-íslendingurinn Thomas J. Árna- son athugaði 1948. Litþræðir eru þeir hlutar hverrar líkamsfrumu, sem bera í sér þau efni eða áhrif, er valda öllum ættgengum eiginleikum. I flest- um jurtum og dýrum eru þeir þannig gerðir, að einhvers staðar á þeim er mjótt stykki, sem öll hreyfing er bundin við og um leið undirstaða frumuskiptingarinnar og lífsins sjálfs. Ef litþráður er brotinn, getur aðeins sá hluti, sem hefir haldið þessu hreyfistykki (centromere), skipzt eðlilega, en aðrir hlutar verða utan-kjarna og týnast brátt. Um leið týnast þeir eiginleikar, sem þar eiga sitt upp- haf, svo að í næsta ættlið getur jurtin eða dýrið verið herfilega van- skapað eða fæðzt andvana, en ef brotið hefur verið lítið, getur það að vísu valdið vanskapnaði eða styttri ævi, en oftar verður skaðans þó ekki vart meðan afkvæmin hljóta aðeins einn skemmdan litþráð. En í síðari ættliðum, þegar skyldir afkomendur þess forföður, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.