Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 48

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 48
94 NÁTTÚRUFRFÆÐINGURINN ræn efni gætu myndast utan lifandi líkama jurta eða dýra. Síðan þetta gerðist hafa verið framleidd fjölda mörg lífræn efni af ólíf- rænum og sum þeirra mjög flókin, en allt hefur það farið fram eftir þaulhugsuðum aðferðum og í tækjum gerðum af mannahöndum. Þegar fyrstu lífrænu efnin mynduðust á þessari jörð, þá var þar enginn mannlegur hugur né liönd að verki. Þær efnabreytingar, sem þá fóru fram, urðu vegna orsakabundinnar nauðsynjar. Hinar eðlisfræðilegu og efnafræðilegu kringumstæður leiddu af sér mynd- un jreirra efna, er fyrstu lífverurnar uxu af. Um þessar kringum- stæður er ýmislegt vitað, en annað talið mögulegt og sennilegt. Út frá þessum vitneskjum hafa menn sett fram ýmsar kenningar um myndun hinna fyrstu lífrænu efna, en af þeim eru það amínó- sýrurnar, sem taldar eru skipta mestu máli. Efnin, sem flestir ganga út frá við myndun hinna fyrstu lífrænu efnasambanda á jörðu hér, eru kolildi, koltvíildi, vatn, ammóníak og methan. Af orkulindum hefur auk hitans verið gert ráð fyrir rafmagnsneistum (eldingum) og ýmsum geislum. Af þessum efni- viði hefur það tekizt í rannsóknarstofum að framleiða nokkur líf- ræn efni, eins og t. d. amínósýrur. Nú alveg nýlega hefur þremur bandarískum efnafræðingum1) tekizt að framleiða eina eða jafnvel tvær amínósýrur úr ammóní- umkarbónati á tiltölulega einfaldan hátt. Geisluðu þeir salt þetta við mjög lágan þrýsting með miklu magni af gammageislum, en hvort tveggja saltið og geislarnir munu hafa verið ríkulega fyrir hendi þá er líf myndaðist á jörðinni. Aminósýra sú, er örugglega myndaðist við tilraun þessa, var glycin, en miklar líkur voru til þess, að einnig hefði myndast alanin. Árangur þessarra tilrauna þykir mjög merkilegur. Sigurður Pétursson. Silfurberg utan íslands. Fá lönd munu vera eins snauð að verðmætum jarðefnum og ís- land, enda er námugröftur nær óþekkt atvinnugrein hér. Þó vill svo einkennilega til, að íslands hefur um langan aldur verið sér- 1) R. Paschke, R. W. H. Chang, D. Yonny (1957): Probable Role of Gamma Irradiation in Origin of Life. Science 125 : 881.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.