Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 49
SITT AF HVERJU 95 staklega getið með öðrum þjóðum vegna tveggja jarðefna, er oft hafa verið sótt um langan veg til þessa afskekkta eylands. Efni þessi eru brennisteinn og silfurberg. Fullyrða má, að notendur brennisteins séu nú orðnir óháðir íslendingum með þetta efni, að minnsta kosti í bili, en um silfurbergið gegnir enn öðru máli. Silfurberg (kalkspat, Doppelspat) er kalciumkarbonat (CaCOs) í rhombiskum kristöllum. Silfurbergskristall hefur þann einkenni- lega eiginleika, að ljósgeisli, sem fellur í gegnum hann í ákveðna stefnu, klofnar í tvennt, og er ljós beggja geislanna skautað (póla- riserað). Eru kristallar þessir notaðir í Nicols-prismu, en þau eru aðalhlutinn, þegar gera skal hinar svonefndu „polarisations“-smá- sjár. Smásjár þessar eru ómissandi við rannsóknir á kristöllum og mikið notaðar bæði í steina- og bergfræði og iðnaði alls konar. Svo hreinir og tærir silfurbergskristallar, sem þarf til þess að gera af Nicols-prismu, hafa hingað til vart fundizt nema á Islandi. Eins og við mátti búast, hefur það komið í ljós síðustu árin, að víðar má finna silfurberg, en á íslandi. Er getið um þetta í smá- grein eftir Axel Garboe í tímaritinu Naturens Verden.1) Samkvæmt þessari heimild hefur fundizt ofurlítið af nothæfu silfurbergi bæði í Suður-Afríku og í Bandaríkjunum (Californíu, Montana og New- Mexio), og nú allra síðast í Mexikó. Mestur hlutinn af mexikanska silfurberginu er ekki af beztu tegund, en þó nothæft í sumar gerðir sjóntækja. Það er allmiklum erfiðleikum bundið að vinna silfurberg, hvort sem er í Mexikó eða á íslandi. Er það hvort tveggja, að námurnar liggja á afskekktum stöðum, svo að erfitt er með samgöngur, og erfitt er að ná svo heillegum molum af silfurberginu að unnt sé að kljúfa úr þeim nægilega stóra kristalla. Er því mest unnið með handverkfærum, og lítið eða ekkert notað sprengiefni. Verður silfurbergið því alltaf nokkuð dýrt. Fregnir hafa borizt hingað af því, að silfurberg finnist í Sovét- ríkjunum. Kveðst Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur, liafa séð það á söfnum þar eystra og liafi það verið komið frá Síberíu. Bandarískt fyrirtæki hefur unnið að því um nokkurt skeið að framleiða efni, er komið gæti í stað silfurbergs við smíði á Nicols- 1) Axel Garboe. 1954. Dobbelspat fra Forekomster udenfor Island. Na- turens Verden, 38 : 313—314.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.